Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 46

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 46
40 Fréttir mundssonar, hefir verið erfitt, þvi að margir af leikendunum hafa verið valdir í hlutverk sin af því, að þeir hafa allgóðar raddir og nokkra æfingu í söng, en til leiks skortir þá bæði hæfileika og æfingu. Frá mínu leikmannssjónarmiði virt- ist mér þó samtökin góð og hraðinn nógur, enda hvort- Iveggja háð hljóðfallinu i mús- ikinni. — „Hljómsveit Reykja- víkur“ stóð að þessari óperu- sýningu, og er því brautryðj- andi á þessu sviði. Að öllu at- huguðu hefir þessi fyrsta óperusýning tekist betur en við hefði mátt húast, og það má treysta dugnaði þeirra manna, sem að henni standa, til þess að halda dyggilega áfram á hinni sömu braut. Afmælisfagnaður „Þrasta“ í Hafnarfirði. Þann 20. febr. sl. hélt karlakórinn „Þrestir" í Hafnarfirði hátíðlegt 25 ára afmæli sitt á Hótel „Birninum“. Var þar margt manna saman komið, þar á meðal nokkrir af stofnendum kórsins. Ræður fluttu: Guðmundur Gissurarsón, núverandi for- maður „Þrasta“, Salómon Iieið- ar, fyrsti formaður kórsins, Jón ísleifsson, núverandi söng- stjóri, Friðrik Bjarnnson tón- skáld, hinn fyrsti söngstjóri kórsins, Bjarni Snæbjörnsson læknir, Emil Jónsson hæjar- stjóri, Stefán Jónsson l)æjar- gjaldkeri og Ólafur Pálsson form. S. í. K. Við þetta tækifæri gerðu „Þrestir“ Friðrik Bjarnason að lieiðursfélaga, og færðu honum að gjöf vandaða ljósmynd af kórnum, einnig færðu þeir söngstjóra sinum, Jóni ísleifs- syni, að gjöf prýðilega gerðan taktstokk. Klukkan 10 um kvöldið, er menn sátu undir borðum, safn- aðist margmenni saman á torg- inu fyrir utan veizlusalinn. Risu „Þrestir" þá úr sætum og gengu út á svalir hússins og sungu nokkur lög, þótt kalt væri í veðri, enda hlutu þeir óspart lof og árnaðaróskir á- heyrenda. — Við þetta tæki- færi barst kórnum fjöldi heilla- skeyta. Eftir að borð voru upp tek- in, var dans stiginn lengi næt- ur, og fór mannfagnaður þessi fram með hinum mesta mynd- arskap. Ef að líkum lælur, eiga „Þrestir“ i Hafnarfirði sér glæsilega framtíð. Undir stjórn áhugasamjra1 forystumanna starfar kórinn af hinu mesta fjöri, og hefir yfir miklum söngkröftum að ráða. Heimir óskar kórnum allrar bléssunar á komandi aldarfjórðungi, og æfinlega. Páll ísólfsson tónskáld hef- ir dvalið um tíma erlendis. í fjarveru hans hefir Baldur Andrésson cand. theol. séð um ritstjórn blaðsins.. Hér birtast saman 2 hefti af „Heimi“, heftin janúar—marz 1037 og april—júní 1037. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.