Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 44

Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Blaðsíða 44
38 Fréttir fögnuð áheyrenda. Það eru góð- ir eiginleikar kvartettsins, sem valda vinsældum hans. Fyrst er það, að raddirnar eru blæfagr- ar og vel samsungnar. Því næst er það, að kvartettinn er prýði- lega æfður og fer fallega með lögin. Svo er það, að lögin eru vaiin við alþýðuhæfi; gætir víða kýmni í kvæðunum, sem kvartettinn kann vel að leiða fram í söngnum. Loks er það, og það skiptir ekki minnstu máli, að söngmennirnir hafa meðfæddar söhggáfur. Með- ferðin á lögunum er músíkölsk. Aftur á móti er raddþróttur- inn ekki mikill, niður við það lágmark, sem hjóða má i jafn- stórum söngsal og er i Gamla híó. — Meiri hlutinn af lögun- um, sem kvartettinn siing, er léttmeti, sumt dægu,rlög, eins og „Ping-pong-valsinn“. Dæg- urlögin voru þó sniðuglega raddsett og þannig sungin, að þau vöktu ekki síst mikinn fögnuð áheyrenda. — Bjarni Þórðarson spilaði smekklega á slaghörpu undir söngnum í nokkurum lögum. Siguringi Hjörleifsson: Fúga. Þetta er litið kver, um 45 hls. að stærð, og skýrir undirstöðu- atriðin í byggingu þess laghátt- ar, sem fúga nefnist. Það ligg- ur í augum uppi, að i jafnlít- illi bók og þessi er, mun ekki vera hægl að skýra þennan laghált svo tæinandi sé. Flest- ir, sem tónlist unna, munu þó hafa ágæt not af að lesa þessa bók, til þess að öðlasl skilning á þessu strangasla formi tón- listarinnar, sem hinn mikli meistari Johan Sebastian Bach hefir hafið til mestrar full- konmunar. Það er ekki um auð- ugan gárð að gresja iijá okk- ur íslendingum, hvað snertir bókmenntir um tónlist og tón- fræði. Ilér bætist. við bók í hópinn, sem á sérstaklega er- indi tii tónfræðinema, hljóð- færaleikara og þeirra, sem leggja stund á lagsmiðar, 'en jafnframt allra þeirra, er vilja nema lögmál hins fjölradda forms. Og þessi hók er samin af kennara við harnaskóla Reykjavikur, sem ekki er einu sinni söngkennari, en hefir þó árum saman lagt stund á tón- fræði. Fyrsta óperusýningin á ís- landi. — Wenzel Miiller: Syst- irin frá Prag. Frumsýningin að þessari óperu er sá við- burður i músiklífi okkar, sem ekki mun fyrnast. Þegar tímar líða fram, mun söngsagan okk- ar segja frá því, að ópera hafi i fyrsta sinn verið sýnd liér á landi í Reykjavík 30. marz 1937. Það hafi verið „Systirin frá Prag“, klassisk ópera i létt- um stíl, eftir Wenzel Miiller, samtíðarmann Mozarts. Síðan mun söngsagun að sjálfsögðu skýra frá því, hversvegna þá hafi verði liægt að sýna hér slíka óperu; að hér hafi vcrið til hljómsveit og dugandi stjórnandi — að vísu útlenzk- ur maður, — sem kunnað hafi réttu tökin á hlutunum, en að

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.