Heimilið og KRON - 01.01.1938, Page 4

Heimilið og KRON - 01.01.1938, Page 4
HEIMILIÐ OG KRON Kron kaupir bezta verzlunarhúsið í Hafnarfirði. í Hafnarfirði keypti Kaupfélagið í júlí- mánuði síðastliðnum hið stóra og myndar- lega verzlunarhús Valdemars Long. Kaup- verð 95 000 kr. og er þar innifalið allmikið af áhöldum. Félagið var búið að hafa húsið á leigu um eins árs skeið, en þar eð auðsætt var, að lækka mátti kostnaðinn allmikið með því að kaupa — fremur en leigja — þá var að sjálfsögðu í það ráðizt. Húsið hefir að mörgu leyti góð skilyrði að bjóða til að reka þar smáiðnað, auk verzlunarinnar, og ætti það að geta komið að góðum notum í framtíðinni. Er þess að vænta, að hafnfirzk alþýða kunni það vel að meta, að Kaupfé- lagið hefir tryggt henni jafnveglegan sama- stað til viðskipta, enda sér þess glöggan vott í auknum viðskiptum og mun þó betur, þegar fjárhags- og atvinnuskilyrði gerast hagstæðari en nú er. Ný búð í Vesturbænum. Lengi hefir verið knýjandi þörf um nýja matvörubúð í Vesturbænum. Úr þessu var bætt í sumar, þegar Kron tók við verzlun Alþýðubrauðgerðarinnar í Verkamannabú- stöðunum. Hefir það orðið til mikils hag- ræðis fyrir félagsmenn, sem búa í þessum hluta bæjarins og viðskiptamönnum fjölgað að stórum mun. Kron fjölgar kjötbúðunum. — Salan tvöfaldast. í ársbyrjun hafði Kaupfélagið aðeins eina kjötbúð. Mikill fjöldi félagsmanna hlaut því, sökum fjarlægða, að hafa óhæga að- stöðu um kaup á kjötvörum hjá félaginu. Ennþá horfir þetta til allmikilla breytinga og endurbóta, en þó var tvímælalaust stigið stórt skref í rétta átt, með því að gera hluta af búðinni á Skólavörðustíg 12 að fullkom- inni kjötbúð. — Á sama hátt var úr þessu bætt í Hafnarfirði, með því að taka búðina Strandgötu 28 að nokkru leyti fyrir kjötvör- ur. Síðan hefir kjötsalan meira en tvöfald- azt. Nauðsynlegt er, að félagsmenn leggi allt kapp á að auka viðskipti sín við kjötbúð- irnar ennþá meira en orðið er, því einmitt það skapar aðstöðuna til að fjölga búðun- um, fœra þœr, sem fyrir eru, í fullkomnara horf og öœta afgreiðsluna. Kaupfélagið kaupir vörugeymsluhús. Um langt skeið hefir verið brýn nauðsyn fyrir félagið að eiga kost á vörugeymslu- húsi, hentugra og rúmbetra heldur en það hefir orðið við að búa að undanförnu. Fyrir tæpu ári síðan var ráðgerð og að nokkru leyti undirbúin bygging á slíku húsi, eins og félagsmönnum mun í fersku minni. Ýmsra orsaka vegna, en einkum þó í sambandi við vöntun á byggingarefni, reyndist þó ekki unnt að framkvæma þetta. Nú fyrir skömmu hefir Kaupfélagið leyst þennan vanda, með því að kaupa hús, sem er full- nægjandi í þessu augnamiði. Verður þar allt í senn: vörugeymsla, pöntunaraf- greiðsla, efnagerð og auk þess lítil mat- vörubúð. Húseign þessi er við Vatnsstíg 6 (Hverfis- götu 52) — áður eign Timburverzlunar Árna Jónssonar. Kaupverð 65 þús. krónur og greiðsluskilmálar hagkvæmir. Aðstaða til betri afgreiðslu og fullkomnara eftirlits. Með þessu nýja fyrirkomulagi er mikið framfaraspor stigið. Búðarafgreiðslan á Skólavöröustíg 12 verður til mikilla muna þægilegri og fljótari, þegar pöntunaraf- greiðslan er flutt þaðan. Vörugeymslan verður öll á sama stað, og er það að sjálf- sögðu ódýrara og hentugra heldur en að verða að notast við miður heppilegan húsa. kost, hingað og þangað út um allan bæ, en auk þessa skapast skilyrði fyrir meiri ná- 4

x

Heimilið og KRON

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilið og KRON
https://timarit.is/publication/609

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.