Hlín - 01.01.1924, Side 41

Hlín - 01.01.1924, Side 41
Hlin 39 Hjá nágrannaþjóðum okkar hefir það gefist vel að stofna til skóla á þessum grundvelli.* Forgöngukonurnar voru gæddar ágætum hæfileikum og áræði. Stjórnarvöldin styrktu þær ríflega, tóku þvi feginshendi að þurfa ekki að bera ábyrgð á rekstrinum. Nemendur sóttu skólana, þótt dýrir væru, því þar var margt gagnlegt að læra. (Margir hinir ágætustu kennarar í þessum fræðum hafa hlotið mentun sína í þessum skólum.) Þannig mundi einnig fara hjer, og væri óskandi, að þær góðu konur sæju sjer fært að byrja, þótt smátt væri í fyrstu. Pað mætti gera sjer von um, að frá þeim skólum fengj- ust kennaraefni með hagkvæmri íslenskri mentun. Að því verður að vinda bráðan bug að menta kennaraefni í þessum fræðum í landinu sjálfu. Það er ékki öllum gefið að samrýma innlendu og útlendu siðina svo vel fari. Pað er líka vandi, svo gerólíkir eru þeir. En af því mentunin er útlend, vill það oft brenna við, að íslensku siðirnir lúta í lægra haldi, þótt þeir sjeu hollari. Kennarctskólar í E'tt af því sem jeg hafði einsett mjer heimilisstörfumi að kynnast í utanför minni í sumar voru sveit á Norður- húsmæðraskólar fyrir kennaraefni, einkúm löndum. sveitaskólunum, og gerði jeg það eftir föngum, dvaldi þar um tíma, svo jeg mætti kynnast þeim nokkru nánar. Skólarnir eru Ankerhus við Sórey (Sorö) í Danmörku, Rimforsa í Austgautaríki (Östergötland) í Sví- þjóð og Stabæk-skóli (Stabæk station) í Noregi.** Allir eru skólar þessir 2 ára skólar, og kenna til munns og handa alt sem að heimilisstjórn lýtur. — Tilhögun öll og um- gengni er fyrirmynd, og þó alt fábrotið og íburðarlaust. Jeg fjekk lofun forstöðukvennanna í Sórey og Rimforsa * Flestir hússtjórnarskólar á Norðurlöndum voru í fyrstu einstakra kvenna eign (privat skólar), og eru það margir enn í dag. ** Stabæk-skólann er verið að byggja upp í nýrri og fullkomnari mynd, og hafði jeg þar því stutta viðdvöl. Skólarnir senda skýrslu (plan) öllum sem óska.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.