Sumargjöf - 01.01.1907, Page 39

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 39
Sumargjöf. 35 Lestin gólaði og hægði á sér. Hún fór framhjá brunarústum stöðvar einnar og stóð svo kir. Þjóðverjinn lauk upp klefadirunum, tók í hand- legginn á Duhuis: »Gerið þér þetta firir mig, schnell, schnell!« Þjóðverjasveit liafði stöðina á valdi sínu. Aðrir hermenn stóðu við gerðið. Eimreiðin blés þegar til brottfarar aftur. Dubuis kifti sér lausum og hljóp út á stéttina og inn í næsta klefa, þótt stöðvarvörðurinn varaði hann við. Nú var hann einn. Hann hafði svo mikinn hjartslátt, að hann varð að hneppa frá sér vestinu. Hann tók klútinn sinn og þurkaði svitann af enni sér og stundi við. Lestin nam enn staðar. Og alt í einu kom liðs- foringinn í dirnar og síðan inn, en á eftir honum Englendingarnir í meira lagi forvitnir. Þjóðverjinn settist andspænis Frakkanum og var enn lilæjandi. »Þér liafið ekki viljað gera þetta viðvik firir mig?(c Dubis svaraði: »Nei, herra minn«. Lestin var enn kominn á stað. Liðsforinginn mælti: »Ég skal skera af iður skeggbroddana til að láta i pipuna mína«. Og hann seildist til með hendinni. Englendingarnir hreifðu sig hvergi og einhlíndu á viðureignina. Nú hafði Þjóðverjinn náð í broddinn á ifirskeggi Frakkans og var birjaður að toga í. Þá slp Dubuis handlegg lians frá sér með handarbakinu, þreif í liálsmálið á honum og fleigði honum aftur á bak í sætið. Hann réð sér eklci firir reiði, hann þrútnaði

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.