Sumargjöf - 01.01.1907, Side 61

Sumargjöf - 01.01.1907, Side 61
Sumargjöf 57 gefist kostur á þessu vali, því að lakast mætti að breyta inýrlendinu í smáragrund. Það er mikilvirki að breyta mýrlendinu í tún og má telja það fremst í flokki allra þeirra starfa, er miða til þjóðheilla á landi voru. IJað erskylda vor að byrja fyrir alvöru á þessu staríi og bæta fóstru vorri þannig það tjón, sem hún liefur beðið. Jeg byrjaði með því að tala urn allar sumar- gjafirnar, sem liún fóstra okkar hefur gefið börnum sínum og jeg enda með því að hvetja börnin til þess að gefa fóstrunni góða sumargjöf eða svo dýrmætan og góðan sumarbúning, sem oss er unnt að veita. Látum oss strengja þess heit, að vinna að því af öllum mætti að ldæða landið og liætta ekki fyr en fjöllin eru umgirt góðu gróðurlendi, þar sem tún, skógar og aldingarðar skiftast á. I3ar munu reisu- legir bæir standa í þjettum röðum og atorkumikill lýður skipa sér að vinnu. Fram með ströndunum þjóta hraðskreiðar gnoðir skipaðar hraustnm drengj- nni, er »færa varninginn heim« og flytja afurðir lands- *ns á heimsmarkaðinn. Þá liafa menn og tekið foss- nna í sína þjónuslu og eigi þarf þá að kvarta yfir nflskorti. I'egar svo langt er komið höfum vér sýnt að vjer elskum landið. Vjer höfum sýnt það í verki bæði með því að skrýða landið og verða sjálfir nð dugandi mönnum. Þá viknar fóstra okkar af gleði, hún vefur oss að sér og gleðitárin tindra í nugum hennar. Helgi Jónsson.

x

Sumargjöf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.