Dvöl - 01.07.1941, Side 12

Dvöl - 01.07.1941, Side 12
170 D VÖL kvæmlega afstöðu fangaklefans við höllina og hvelfingarnar. Ég hefði þá kannske getað komizt til Fen- eyja, eftir að lýðveldið féll fyrir veldi Napoleons. En Benedetto var dáinn fyrir löngu. Og þó — blindur þótt ég sé — því ekki að reyna? — Við skulum fara til Feneyja. Ég mun finna dyr fangaklefans. Ég skal sjá gullið gegnum þykka múra. Ég skal sjá glampa þess og heyra hljóm þess, þar sem það liggur undir síkinu. Þannig bar til með fall Feneyja- borgar, að leyndarmál þessara auð- æfa hefir hlotið að grafast með dauða hertogans. Þig furðar kann- ske á því, að ég skuli ekki fyrr hafa fengið einhvern í lið með mér gegn hlutdeild i auðæfunum, en það hefi ég einmitt margoft reynt. Ég skrif- aði jafnvel Napoleon og keisara Austurríkis. Það hafði enga þýð- ingu. Saga mín er álitin hugarórar geðveiks manns. Þú einn trúir mér. Við förum til Feneyja. Við förum sem betlarar, ef ekki er annars kostur — og snúum auðugir aftur. Ég kaupi aftur lönd mín og geri þig að einkaerfingja mínum. Þú verður prins af Varese.“ Ég var orðinn ringlaður af þess- ari furðulegu frásögn. Það var lík- ast því, að verða fyrir áhrifum stór- kostlegs harmleiks á leiksviði. Ég einblíndi á silfurhvítar hærur öld- ungsins, en í baksýn lágu svartir skurðir Bastillunnar — eins og kyrrlát borgarsíki í Feneyjum. — Vafalaust hélt Facino Cane að ég mundi kveða upp sama dóm og aðrir höfðu gert, því að svipur hans fylltist örvæntingu. Svipurinn breyttist þó skyndilega aftur. Það var eins og frásögnin hefði hrifið hann með sér til Fen- eyja og löngu liðinna, hamingju- ríkra daga. Hann bar lúðurinn að vörum sér og tók að leika feneyskan bátsöng af undarlegri mildi og leikni. Það var söngur æsku og ást- ar, og augu mín fylltust af tárum. Hafi einhver átt leið um Boulevard Bourdon á þessari miðnæturstund, hefir hann hlotið að staðnæmast til þess að hlusta á þenna síðasta söng útlagans gamla. Skyndilega hætti hann að leika á lúðurinn. Rósemin og mildin hurfu úr svipnum. Æskan var horf- in og gleymd og gullþráin vöknuð á ný. „Ég sé það,“ sagði hann. „Ég sé það í vöku og draumi. Ég æði á milli gullhrúganna í leyniklefan- um og sé rúbína og smaragða glitra á bekkjum og borðum. Líf mitt er ekki eins dimmt og þú heldur. Gull og gersemar lýsa nótt mína — nótt hins síðasta Facino Cane.“ „Við förum til Feneyja," sagði ég og reis á fætur. Hann spratt á fætur eins og ung- ur maður. „Ég hefi fundið manninn,“ sagði hann, og það var eins og eldur brynni um ásjónuna. Ég bauð honum arminn og fylgdi honum heim. Þegar við komum að blindrahælinu fóru síðustu veizlu-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.