Dvöl - 01.07.1941, Page 53

Dvöl - 01.07.1941, Page 53
D VÖL 211 greip andann á lofti, þegar hann sá Rory, eins og hann hefði séð draug. „Hvað gerum við nú,“ sagði dvergurinn, þegar þeir voru bún- ir að tala við verkstjórann. Tim hló hátt. „Þú vinnur, lagsmaður. Svo þværðu skyrtuna þína á sunnu- dögum.“ „Mér er engin þökk á þessu,“ sagði dvergurinn og leit reiðilega á Tim. „Ég kom ekki til þess arna.“ „Við erum allir hingað komnir til þess að eignazt of fjár,“ sagði Tim. „En það er ekki svo auðvelt að finna það. Vildir þú heldur vera hjá úlfunum?“ „Nei,“ sagði dvergurinn. „Þá skaltu þræla, lagsmaður, bara þræla,“ sagði Tim um leið og hann axlaði skófluna og lagði af stað. Dvergurinn trítlaði á eft- ir. Hann kom til Tim rétt fyrir vinnulok. „Ég hefi aldrei unnið erfiðis- vinnu fyrr og mig sárverkjar í hvert bein.“ „Þér líður betur, þegar þú ert búinn að borða kvöldmatinn. Svo er nóttin til þess að sofa og hvíl- ast.“ „En hvar á ég að sofa?“ „Þú færð helminginn af ábreið- unni minni. Eða ertu kannske ekki Rory litli, bróðursonur minn, ha?“ Tim var ekki meira en svo um þetta gefið, en hann sá, að svona varð það að vera. Maður verður að standa við orð sín. En þetta var aðeins upphafið, eins og Tim komst brátt að raun um. Hann hafði reynt ýmislegt um dagana, en ábyrgðin var hon- um ný og nú hvíldi hún stöðugt á honum. Allt gekk þolanlega fyrstu vikuna, meðan dvergurinn var sífellt þjáður af þreytu. En svo óx honum ásmegin af kjarn- góðri fæðu og áreynslunni, og þá var alveg furðulegt, að Tim skyldi ekki verða gráhærður. Dvergurinn var ekki vondur í raun og veru, en hann hafði til brunns að bera öll strákapör tólf ára hnokka og jók við þau margra kynslóða viti og reynslu. Félagarnir í tjaldbúð- unum kölluðu hann „litla skratt- ann hans Tims,“ og Tim var ekki óhultur eitt einasta andartak, nema þá rétt um lágnættið, meðan hann svaf. Hann varð að taka þrjár pípur af Rory, hverja á eft- ir annarri. Eitt sinn laumaði Rory dauðum froski í teketil verkstjór- ans. Öðru sinni komst hann yfir whiskyflösku, og þá varð Tim að halda hausnum á honum niðri í vatnsfötu, til þess að láta renna af honum. Sem betur fór hafði heilagur Patrick ekki gætt hann miklu valdi. Hann kunni þó nóg fyrir sér til þess, að láta Shaun Kelly verða viðþolslausan af liða- gigt í tvo daga. Hann ætlaði ekki að fást til þess að létta þessu fargi af, og Tim varð að hóta því, að meina honum öll not af rakhnífn-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.