Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 60

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Síða 60
60 STARFSHæFnI kennARA Eins og fram hefur komið lít ég svo á að starfshæfni kennara hafi „persónulega hlið“. Þar vísa ég til mannlegra eiginleika sem tengjast kennarahlutverkinu og hægt er að hafa áhrif á með kennaramenntun. Rannsóknir mínar benda til þess að kennaranemar telji ákveðna mannlega eiginleika vera samofna þeirri hæfni sem þeir þurfa að þróa með sér á námsárunum og hafa á valdi sínu sem kennarar (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2004). Per Fibæk Laursen (2004) hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á sýn kennara á eigin starfshæfni og kemst að sömu niðurstöðu. Hann kannaði hvaða mannlegu eiginleikar eru þýðingarmiklir í starfi kennarans og einkenna „góða kennara“. Niður- stöður hans eru byggðar á viðtölum við valinn hóp reyndra kennara sem allir fengu þá umsögn að vera mjög góðir kennarar. Hann skilgreinir slíka eiginleika sem kjarn- ann í starfshæfni kennara og telur að leita þurfi leiða til að hafa áhrif á þennan kjarna starfshæfninnar með kennaramenntun. Laursen (2004) leggur til að orðið „autencitet“ verði notað um þá mikilvægu og flóknu mannlegu eiginleika sem þurfa samkvæmt niðurstöðum rannsóknar hans að prýða alla „góða kennara“. Erfitt er að þýða orðið á íslensku, en samkvæmt orða- bókaskýringum merkir það að vera sannur, trúverðugur og heiðarlegur. Samkvæmt skilgreiningu Laursens felst í hugtakinu einlægni, áhugi, virðing fyrir börnum og fyrir eigin gildum og það að geta látið slík gildi móta eigið starf. Margir fræðimenn hafa leitast við að orða og skilgreina þá persónulegu hæfni sem krafist er af kennurum í nútímasamfélagi. anne Edwards og samstarfsmenn hennar í Englandi nota hugtakið „relational agency“ til að rökstyðja þá hæfni sem þarf að efla með nýjum kennurum og þau leggja áherslu á að hið persónulega og félagslega verði ekki aðskilið. Þau skilgreina slíka hæfni sem getu til að tengja eigin hugsanir og athafnir við hugsanir og athafnir annarra, þegar unnið er að afmörkuðum viðfangsefn- um, í þeim tilgangi að túlka þær og nýta á stöðugt faglegri hátt (Edwards og D’arcy, 2004) og einnig sem hæfni til að virða og nýta framlag annarra í samvinnu (Edwards, 2005). Miklu skipti fyrir kennara að geta lifað sig inn í hugarheim nemenda og lært af viðbrögðum þeirra; þeir þurfi bæði að geta lært af og með öðrum, nemendum og samstarfsaðilum (Edwards, 1998). Sigrún aðalbjarnardóttir (2007) notar orðið samskiptahæfni um mikilvæga hæfni kennara og segir að getan til að setja sig í annarra spor og samhæfa ólík sjónarmið sé kjarni slíkrar hæfni. Tone Kvernbekk leggur til að orðið tilvistarhæfni (d: eksistentiel kompetence) verði notað um hæfni sem tengist almennri menntun kennaranema og þá gagnstætt starfstengdri hæfni (d: funktionel kompetence) sem byggist bæði á fræðilegu og verklegu námi (Kvernbekk, 2003). Leif Moos (2004) notar orðið tengsla- hæfni (d: relationskompetence) um hæfni sem krafist er af fagmönnum nú á dögum, og telur slíka hæfni eiga rætur í uppeldinu á bernskuárum en þróast í námi og starfi. Katrin Hjort (2006) notar orðið samningahæfni (d: forhandlingskompetence) til að lýsa nýjum kröfum til einstaklinga í opinberum störfum sem verða í auknum mæli að vera færir um að fjalla almennt og á óhlutbundinn hátt um einstaklinga og atburði og jafnframt að orða hugsanir sínar og skynjanir. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að félagsleg hæfni sé tilgreind í markmiðum námskeiða í kennaraháskólum (Brouwer og Korthagen, 2005); í sumum námskeiðum er sérstaklega stefnt að hæfni í samskiptum við nemendur og foreldra. Inntak slíkra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.