Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 25

Morgunn - 01.06.1950, Side 25
Trú ævintýraskáldsins H. C. Andersens. Eftir A. Rosbak. Meðan hið mjúka rökkur nóvemberdagsins hjúpar leg- steinana í Assistents-kirkjugarðinum, legg ég leið mína um garðinn. Og ég staðnæmist við gröf H. C. Andersens. Á hinu einfalda en fagra minnismerki les ég ljóðlínurnar eftir sjálfan hann: Sálin, sem Guð hefur skapað í sinni mynd, er eilíf og getur ekki glatazt. Þetta jarðneska líf ber í sér fræ eilífðarinnar. Líkaminn deyr, en sálin getur ekki dáið. H. C. Andersen var trúmaður mikill og afstaða hans til Guðs var afstaða barnsins, sem treystir föður sínum fullkomlega. 1 innganginum að ævisögu sinni, Mit Livs Æventyr, skrifar hann: „Ævisagan mín vill segja öllum heimi hið sama, sem hún hefur sagt mér: Til er kærleiks- ríkur Guð, sem snýr öllu til bezta vegar.“ Hann segir frá því, að fjórtán ára gamall hafi hann lagt Upp í hina fyrstu ævintýralegu ferð til Kaupmannahafnar, og að þegar hann hafi verið þangað kominn, hafi hann leitað inn í afdrep við höfnina, kropið á kné og beðið Guð að hjálpa sér og leiða sig. Á fyrstu árunum í Kaupmanna- höfn leið hann hungur og skort, en í bænina sótti hann hugarstyrk og rósemi. „Guð var hjá mér í litla herberginu mínu,“ skrifar hann, „og mörgum sinnum var það, að þeg- ar ég var búinn að lesa kvöldbænina, sneri ég mér til hans

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.