Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 32

Morgunn - 01.06.1950, Side 32
26 MORGUNN En hins vegar eru dularfullar myndir, sem sjáandinn getur ekki séð, að séu lifandi, viti gæddir persónuleikar. Og þá fer málið aö vandast. Hvað eru þessar myndir? Hvað er hér á ferðinni? Um það hafa margir spurt, og menn hafa sumir varið miklum tíma í að rannsaka þessi ákaflega dularfullu fyrirbrigði og reyna að gera sér skynsamlega grein fyrir þeim. I heimildarritum sálarrann- sóknanna, hinum vottfestu og áreiðanlegu fyrirbrigðasögum, úir og grúir af fyrirbrigðum, sem óhugsandi er að gera sér grein fyrir á þann hátt, að þar séu sjálfir hinir framliðnu menn að verki. Hvernig ber að skýra þessar sögur? Það er engin fullnaðrskýring fengin á þeim enn, en vegna þess að fáir munu hafa rannsakað þetta mál eins vel. og Sir Arthur Conan Doyle, ætla ég að látu yður heyra, hvað hann hafði til mál- anna að leggja. Til frekaxá skýringar mun ég tiifæra ísienzk dæmi, sem mér er kunnugt um. Ritstj. Ekkert er undraverðara, ótrúlegra og að minni hyggju jafnframt áreiðanlegra en það, að atburðir hins liðna séu á einhvem þann hátt skráðir í umhverfi voru, að vér get- um skynjað þá, heyrt þá eða séð þá löngu eftir að þeir gerðust. Algengast er það, að menn geti á einhvern óljósan hátt skynjað þessar myndir hins liðna, en enn er algengara að menn heyri þessa dularfullu hluti en að menn sjái þá. 1 mörgum húsum heyra menn einhver reimleikafyrirbrigði, þótt menn sjái ekki neitt. Margar fjölskyldur hafa orðið fyrir miklum reimleikum árum saman, en aldrei séð hina dularfullu gesti, sem reimleikunum ollu. Þeir, sem næmir eru á slíka hluti, finna oft á sér erfið- leika, er þeir koma á stað, þar sem erfiðleikar hafa nýlega dunið á. Vinkona mín ein fór nýlega í heimsókn til vin- konu sinnar, sem er forstöðukona sjúkrahúss. „Forstöðu- konan er ekki heima,“ svaraði hjúkrunarkonan. „Hefir hún fengið slæmar fréttir?“ spurði aðkomukonan. „Já, hún var að fá símskeyti um að maðurinn hennar væri hættu- lega veikur,“ var svarið. Hvernig vissi vinkona mín, að þessi kona hefði fengið slæmar fréttir? Hún fann það á sér um leið og hún gekk inn í herbergi hennar í sjúkra-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.