Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 37

Morgunn - 01.06.1950, Page 37
MORGUNN 31 Mundi nokkur réttlátur dómari þá hafa dæmt hana til þess að þola svo undarleg, tilbreytingarlaus og tilgangslaus örlög? En ef vér gerum hinsvegar ráð fyrir, að þarna hafi orðið viðskila við hana einskonar skuggi hennar sjálfrar, sem reiki síðan á þessum stað, meðan hún lifi sjálf ein- hversstaðar annars staðar hamingjusamara lífi, verður málið skiljanlegra. Ungfrú Goodrich Freer er gædd sál- rænni gáfu, og þessvegna hefði hún getað séð slíka skugga- mynd. En væri ég spurður um, hvernig á því stæði, að þessi skuggamynd yrði ekki sýnileg nema endur og eins, hlýt ég að svara, að ég viti það ekki. Vér höfum frá fyrstu hendi svipað atvik í bók frú Twee- dales: „Draugar, sem ég hef séð.“ Vitnisburður frú Tweedales er fyrirtaks góður. Frúin er, eins og konan, sem vér höfum fyrri söguna frá, sálrænum gáfum gædd, en er jafhliða gædd mikilli heilbrigðri skyn- semi og skarpri dómgreind, en persónuleiki hennar og að- staða í þjóðfélagi voru gerir vitnisburð hennar mjög trú- verðugan. Annaðtveggja verðum vér að gera ráð fyrir um slíka konu, að hún hafi skyndilega orðið gripin óskiljan- legri löngun til tilgangslausra lyga, eða þá að hún sé að segja satt frá þessari reynslu sinni. Frú Tweedale bjó um nokkurt skeið í gömlu húsi í vesturhluta Lundúnaborgar. Þá var það um vetrarkvöld, að hún lá eins og milli svefns og vöku og heyrði skyndi- lega eins og skrjáfaði í blöðum í herberginu hjá henni. Hún opnaði augun og sá mann sitja á stóli við eldstæðið. Hann var klæddur einkennisbúningi, sem hefði getað verið frá dögum Nelsons, með látúnshnöppum. Hárið var duft- borið (,,púðrað“) og svart í hnakkanum. Hann starði fast inn í eldinn og kreisti í hægri hendi sér einhverskonar skjal. Þetta var hávaxinn og fallegur maður. Hann sat Þarna klukkustundum saman, og þegar logarnir komu upp á arinstæðinum blikaði á sylgjurnar og hnappana á fötum hans. Þegar loks var komið fram undir morgun var eins og hann leystist smám saman upp, unz hann hvarf.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.