Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 51

Morgunn - 01.06.1950, Side 51
Ódauðleikinn. Ástvinaminning. Ég veit vér lifum, holds þótt hismið rotni, vér hverfum burt, að ódauðleikans strönd. Þótt hér í heimi dauðans myrkur drottni, í dýrðarljóma speglast fegri lönd. Þar vina hópur við oss glaður tekur, og veitir hjálp á lífsins hærri stig. Þar dauðinn aldrei veldisvönd sinn skekur. Þar veit ég Drottinn leiðir einnig þig. Vér söknum jafnan samverunnar stunda, er sjáum höggvið skarð í vora hjörð. Vér skulum bíða örugg endurfunda og alheimsföður tjáum þakkargjörð. Hann hefur sýnt oss sannleikann í verki, er son sinn lét hann risa dauða frá. Vér skulum ætíð halda hátt hans merki, og hans með leiðsögn takmarkinu ná. 1 heimi þeim er eilíf ást og friður, þar unir hver við nytsöm hjálparstörf. Af kærleikshuga hver einn annan styður, og hlustar eftir vina sinna þörf. Þar laugast sálin lífs í náðarbrunni, og losar af sér jarðnesk syndabönd. Þar finnur sálin allt, sem áður unni. Og oss til þroska leiðir Drottins hönd. Loftur Bjarnason, Spítalastíg 4.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.