Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 70

Morgunn - 01.06.1950, Side 70
64 MORGUNN Hvernig geta menn skýrt þetta atvik á annan hátt en þann, að hin nýlátna kona hafi raunverulega komið þarna með hjálp móður sinnar, sem dáin var fyrir allmörgum ár- um? Og það því fremur, sem henni var bersýnilega mikið kappsmál, að láta vita um sig sem allra fyrst eftir and- látið. Og þarna fékk hún einstakt tækifæri. „Af tilviljun" var þarna stödd vinkona hennar úr byggðarlaginu hennar, sem kannaðist við hana sjálfa, en kannaðist alls ekki við hitt, að hún væri „dáin.“ J. A. Draumur séra Maiihíasar. Fyrsta kona séra Matthíasar Jochumssonar dó um kvöldið á annan jóladag 1868. 1 Söguköflum sínum segir hann frá fyrirboða þess í draumi: „Rétt fyrir jólin 1868 var ég staddur suður í Reykjavík, og dreymdi mig um nóttina áður en ég reið heim að ég stæði í húsi okkar hjónanna og horfði á rekkju okkar, og sýndist mér hún nýmáluð orðin með bleikum lit og í lögun eins og líkkista. 1 því þótti mér bresta í bænum, og ég hlaupa út; sýndist mér þá bæjarþilið falla á hæla mér fram á hlaðið." Eins og kunnugt er, átti séra Matthías heima í Móum á Kjalarnesi, þegar þessir atburðir urðu.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.