Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Qupperneq 82

Morgunn - 01.06.1950, Qupperneq 82
76 MORGUNN ókomna barst. Þannig var það einu sinni, að frú ein sá í dulsýn bifreiðarslys, sem hún var í sjálf, og í sýninni sá hún bifreiðarstjórann aka i vissa átt, renna þar til á veg- inum og lenda þar í öðru slysi. Nokkurum dögum síðar lenti bifreiðin í árekstri. Þá minntist hún dulsýnarinnar, og afstýrði því að bifreiðarstjórinn æki á áttina, sem hann ætlaði sér, og hún hafði séð hitt slysið verða í. Það er augljóst, að þarna var síðara slysinu afstýrt. En það mundi annars áreiðanlega hafa orðið, eins og frúin sá það fyrir í sýninni. Það, sem vér verðum hér að hafa í huga, er, að þarna sér frúin ekki það, sem raunverulega varð, en hefði aftur á móti orðið ef hún hefði ekki afstýrt því með viljaákvörðun sinni. 1 sýninni sá hún ekki það, að hún mundi afstýra slysinu, en hún sá slysið sjálft, sem annars hefði orðið. 1 þessu tilfelli virðist hinn frjálsi vilji konunnar vissulega hafa gripið inn í rás viðburðanna. Sú staðreynd, að framtíðina er unnt að sjá, hlýtur því nær að sannfæra oss um, að mat vort á tímanum, hug- myndir vorar um hann, séu mjög á villigötum. Ef forspáin er staðreynd, neyðumst vér til að breyta hugmyndum vor- um um tímann. Þegar heimspekingar fyrri tíma voru að glíma við ráðgátuna um eðli tímans, gengu þeir fram hjá þessum staðreyndum, að hið ókomna er unnt að sjá fyrir. Þeirri trú, að enginn geti séð hið ókomna fyrir, hafa þeir goldið þegjandi samþykki sitt, og hagað athugunum sín- um og röksemdafræslum eftir því. En ef yfirvenjuleg skynjun hins ókomna er staðreynd — og dæmin af fyrir- boðum og forspám sanna það — þá verður að endurskoða fyrri tíðar hugmyndir um tímann og reikna með þessum staðreyndum. Það verður gaman að sjá átökin, þegar vits- munamennimir neyðast til að endurskoða afstöðu sína. Fyrirboðarnir, forspárnar, setja oss andspænis mörgum vandamálum, svo sem frjálsum eða bundnum vilja, orsaka- samabandinu, tímanum og mörgum öðrum frumspekilegum og yfirskilvitlegum haugtökum. Þessar dularfullu stað- J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.