Lífið - 01.01.1936, Page 11

Lífið - 01.01.1936, Page 11
LÍFIÐ 7 seldu soldáninum tennurnar fyrir eitthvert smá- ræði, svo sem nokkrar álnir af bómullardúki. Að því búnu var fílabeinið sent til umboðsmanns hans í Berbera. Kaffiverslunin var einnig háð sérrétt- indaklafanum að ýmsu leyti. Birgðir voru tak- markaðar, í því skyni, að offylla ekki markaðinn í Berbera. Kaffiræktöndum voru bönnuð ferða- lög, til þess að tryggja fulla nýtingu ræktunar- innar. En skömmu eftir heimsókn Burtons voru frægð- ardagar Harar taldir. Herfylkingar soldánsins í Egyptalandi ruddust suður á bóginn. Árið 1865 héldu Egyptar innreið sína í Massawa og Suakin. Tíu árum síðar færðu þeir sig svo upp á skaftið, að þeir gerðu kröfu til allrar Somalilandsstrandar- innar alt að Ras Hafun. Harar var tekin herskildi. En völd Egypta í Harar áttu ekki langan aldur. Uppreisn öreigalýðsins í Sudan gróf undan þeim. Sigrar Araba í Sudan leiddu til þess, að hersveitir Egypta létu undan síga að sunnan og suðaustan. Harar slapp úr klóm þeirra og einangraði sig jafnvel enn meira og rammgjörvara en áður, eða reyndi að gera það. Með endurheimtum völdum gerðist soldáninn í Harar ennþá afturhaldssamari en áður. Öll heild- verslun var bönnuð. — ítalskir kaupmenn sem reyndu að brjóta sér braut til Harar, farandi sömu leið sem Burton hafði farið frá Zeila, var tjáð ótvírætt, að þeir væru óvelkomnir. Hvað eftir annað fengu þeir skeyti um, að þrjóska þeirra við fyrirskipun soldánsins varðaði líf þeirra. En þeir

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.