Lífið - 01.01.1936, Side 13

Lífið - 01.01.1936, Side 13
LÍFIÐ Bernskan og lífið. Dr. Adler hefir, ásamt dr. Freud, í Vínarborg, uppgötvað það, er nefnist pschycoanalysis, þ. e. sálgreining. Hann er frægur læknir. Ritgerðir hans sameina og samræma vísindi og almenna heil- brigða skynsemi. 1 mannlífinu hefir hann komið auga á þrjú meginatriði, er hver maður verður að fást við: starf, félagslíf, ást. Ógæfa lífsins er af því, að mann skortir hugrekki til að fást við eitt eða öll þessara viðfangsefna. Kjarklaus maður hörfar undan veruleika lífsins. Hann getur ekki orðið raunverulega nytsamur maður. Dr. Adler hefir sýnt með rökum fram á þá afar mikilvægu staðreynd, að bamið er ekki yfir fimm ára að aldri, þegar lífsviðhorf þess er ákveðið. Undantekningar geta átt sér stað. Kjarkleysinginn getur orðið hugrakkur mannfélagsmeðlimur, en þó því að eins að honum skiljist upptök vangiftu sinn- ar, áður of seint er oi’ðið. Þessar undantekningar eru fáar. Þrír flokkar barna eru einkanlega í hættu: Þau, er eitthvað kann að vanta í frá fæð- ingu, þótt fulla greind hafi, eða séu einstöku sinn- um stórgáfuð, þau hafa sterka hneigð til að lifa sig inn í sjálf sig, nema þau eigi þeirri gæfu að

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.