Lífið - 01.01.1936, Side 19

Lífið - 01.01.1936, Side 19
LÍFIÐ 15 sama. Þetta er sannreynd uppeldisvísinda nútím- ans. Heili ungbarnsins er líkt og óritað blað. Strax eftir fæðingu ritar umhverfið áhrif sín á það, ill eða góð eða hvorttveggja. Áhrif umhverfisins, einkum á fyrstu árum æfinnar, móta skapgerðina. Óheilbrigt og spillandi umhverfi er hrifnæmum og viðkvæmum gáfnabörnum sér í lagi hættulegt og veldur þeim oft glötun í lífinu. Úlfúð, illdeilur, óhreinlæti og sóðaskapur, skaðlegar nautnir o. s. frv. ber að varast í návist barna, en láta þau að eins sjá og heyra það, sem er göfgandi og gott. Einkum er hrifnæmum gáfnabörnum voði búinn ef uppeldisaðiljarnir eru ósæmilegir í breytni og sið- spiltir. Annars skortir flesta foreldra þekkingu og nægan tíma til að tryggja svo uppeldi (einkum gáfnabarna), að ekki geti út af borið. Börnum efnaðs fólks er oft engu síður hætta búin en börn- um fátæklinga, og börnum, sem alast upp í sveit, getur engu síður hlekst á í lífinu en börnum kaup- staðanna. Óþjáfluð ástríðubörn, er þrátt fyrir skaðlegt eftirlæti, skortir eigi að síður ástríki og umönnun foreldranna, og eru í sumum tilfellum umkringd af siðspillandi áhrifum, eru líkleg til að verða auðnulaus og aumingjar í lífinu. Það ber að skilgreina að vandinn við uppeldið er einkum bundinn við innræti og gáfnafar barna. Flest börn ala sig upp sjálf og verða miðlungsmenn og ein- stöku sinnum meira. En svo eru til menn — stór- gáfaðir menn upprunalega — er sökkva í hyl- dýpi auðnuleysisins. Þeir hefðu þurft vandað og

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.