Lífið - 01.01.1936, Page 37

Lífið - 01.01.1936, Page 37
lífið 33 um né heild til ámælis sagt. Þetta gátu menn ekki séð fyrir. Sjávarútvegurinn var sjálfum sér nógur, og lagði auk þess stórfé til mentamála og til viðreisn- ar landbúnaðinum. En hann lagði ekki þetta fé fram af eigin gróða nema að litlu leyti. Hann lagði til lánstraust, og út á við var féð fengið. Þjóðin tók kaup áður en farið var að vinna fyrir kaupinu. Það átti eftirtíminn að gera. Það átti að endur- greiðast með arði af landbúnaðar- og sjávarafurð- um, sem fengist við sölu á erlendum markaði •— síðar. En ef grundvöllurinn bilar, ef aðrar þjóðir hætta að kaupa afurðirnar, með hverju á þá að greiða miljónirnar, sem fengnar voru út á ófenginn afla, og hverjir eiga að greiða þær? ÞriSji atvinnuvegurinn. Búskaparathafnir margra þjóða greinast í fjóra höfuðflolcka: Jarðyrkju,1) veiðiskap, iðnað og jarð- efnanám. Hér á landi er námuvinsla engin og ekki líklegt að mikið kveði að henni, sem atvinnugrein, í nánustu framtíð. Hér eru því atvinnuflokkarnir aðeins þrír. Frumstæðar þjóðir þurfa lítið á iðnaði að halda. „Hrávarari“, sem náttúran leggur til, er notuð til neyslu lítið breytt. Og þarfirnar eru fáar umfram bað að afla næringar. 1) Kvikfjárrækt er sumstaðar sérstæð atvinnugrein. Hér a landi er hún svo nátengd jarðyrkjunni, að naumast er astæða til að greina þar á milli. 3

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.