Lífið - 01.01.1936, Qupperneq 38

Lífið - 01.01.1936, Qupperneq 38
34 LÍFIÐ Með vaxandi menningu breytist þetta stórkostlega. Ætilegu hrávörunni er breytt á ýmsa lund með vinnu, — iðnaði. Og annari hrávöru verður að breyta með vinnu til þess að fullnægja óteljandi menning- arkröfum. Iðnaðurinn verður því fyrirferðarmeiri atvinnugrein, sem menningin verður fjölbreyttari. Fyr á öldum gerði íslenska þjóðin ekki meiri kröf- ur til iðnaðar en svo, að þeim var að mestu fullnægt með heimilisiðnaði. Iðnaðarmenn voru ekki til sem vinnandi stétt. Á síðari tímum hefir þetta breyst itórkostlega. Við semjum okkur nú að siðum full- •vOmnustu menningarþjóða, jafnt í notkun iðnaðar- vöru sem öðru. Við kaupum nú iðnaðarvörur í hundr- uðum tegunda og fyrir of fjár, sem enginn maður lét sér til hugar koma að æskja eftir fyrir nokkrum tuga ára. Og fram á síðustu ár höfum við keypt meginið af þessum iðnaðarvörum frá útlöndum, svo að segja án nokkurs tillits til þess, hvort við vorum færir um að framleiða þær sjálfir eða ekki. Allar þessar iðnaðarvörur höfum við borgað með framleiðslu sjávarútvegs og landbúnaðar. Við kaupum vinnu af útlendingum fyrir miljónir króna á hverju ári. Við því væri ekkert að segja, ef landsmenn hefðu nóg við starfsorku sína að gera og skiftin væru hagkvæm. Meðan markaður var sæmilega góður og tryggur fyrir útflutningsvörur okkar, gátu þetta verið hagnaðarskifti. En menn virðast ekki vera farnir að átta sig á því, að nú eru þessi skifti stórskaðleg fyrir okkur. Vegna erfið- leika á sölu útflutningsvörunnar hefir myndast hér atvinnuleysi á síðari árum. Við höfum ekki nóg verk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Lífið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.