Lífið - 01.01.1936, Page 40

Lífið - 01.01.1936, Page 40
36 LÍFIÐ Eins og getið er um hér að framan, lifa nú um 34 % landsmanna af landbúnaði, en 16 % af iðnaði. Þó er ekki nema brot af þeim iðnvörum, sem við not- um, unnið af íslenskum mönnum. Þótt við hækkuð- um hlutfallstölu iðnaðarins upp í 34 % myndi fara fjarri því, að við ynnum allar okkar iðnaðarvörur sjálfir. Framleiðsla hrávörunnar er þverrandi atvinnu- vegur hjá öllum menningarþjóðum. Iðnaður er vaxandi atvinnuvegur hjá öllum menn- ingarþjóðum. Besta bjargrá'ðið. Með þverrandi markaði fyrir framleiðsluvörur landbúnaðar og sjávarútvegs steðja tvær stórhætt- ur að þjóðinni: Vaxandi atvinnuleysi í landinu og skortur á gjaldeyri til kaupa á aðfluttum vörum. Þessum tveimur hættum verður þjóðin að mæta með opnum augum. Það er óráð, en ekki úrræði, að jafna muninn með lántökum. Það er ekkert vit í því að líta á þessar breytingar á ástandinu sem stundar- fyrirbrigði. Þær eru aðeins vísir að stórfeldri bylt- ingu, sem skapar varanlegt ástand í óhag þeirri bú- skaparstefnu, sem við höfum fylgt undanfarna ára- tugi. Sjálfsagðasta ráðið við atvinnuskorti er það, að landsmenn hætti að kaupa vinnu af útlendingum. Sú vinna er falin í iðnvörum, sem við kaupum frá út- löndum. Þær iðnvörur getum við framleitt sjálfir, — ekki nándarnærri allar að vísu, síst fyrst í stað, en þar fæst þó vafalaust verkefni, sem gæti gefið

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.