Lífið - 01.01.1936, Side 42

Lífið - 01.01.1936, Side 42
38 LIFIÐ Á sama hátt á ríkið að styðja iðnaðinn. Árang- urinn verður síst lakari þar. Miklar líkur benda til þess, að nokkrir tugir þúsunda kr. á ári til efling- ar iðnaðinum mundu gera meira þjóðfélagslegt gagn en nokkur hundruð þúsund til landbúnaðar- ins. Slíkur ríkisstyrkur er iðnaðinum nauðsynleg- ur, meðan hann er að komast á legg. Síðar meir mundi hann verða fremur veitandi en þiggjandi. Efling iðnaðarins er eitthvert merkilegasta þjóð- málið nú. II. Efling iðnaðar og iðnaðarvernd. Hér verður nú minst á innri mál iðnaðarins, þroskaskilyrði hans og framkvæmdaskilyrði. Þetta verða aðeins lauslegar hugleiðingar. Annað getur það ekki orðið í svona stuttu máli. Þetta efni alt þyrfti að taka fyrir í sérstökum köflum, og gera hverjum einum rækileg skil. Er vonandi að fleiri menn verði til að leggja þar hönd að verki, þegar frá líður. Það er verkefni iðnaðarmannsins að taka ýms efni, sem náttúran leggur til, og breyta ástandi þeirra eða lögun, eða setja þau saman svo, að þau fullnægi kröfum mannsins. í fám orðum sagt: að gera efnin nothæf til fullnægingar ýmsum menn- ingarþörfum. Við þetta hefir mannkynið verið að dútla í hundrað þúsund ár. Á þessu mikla starfi er menn-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.