Lífið - 01.01.1936, Page 51

Lífið - 01.01.1936, Page 51
lífið 47 ara. Hvorug leiðin er þó fær, nema með aðstoð ríkisins. Enn ,er margt ótalið, sem minnast mætti á í þessu sambandi, en verður að bíða annars tækifæris. Pétur G. Guðmundsson. Smásaga um Lincoln. Ritari Lincolns Bandaríkjaforseta tjáði honum einu sinni, að einhver, sem hann tiltók, hefði móðg- að sig stórkostlega, og vildi ekki taka því þegj- andi, heldur rita honum harðort bréf. „Og rétt er nú það“, mælti Lincoln, „skrifið þér strax manninum meðan hitinn er í yður. Leysið þér bara frá skjóðunni“. Ritarinn, sem bjóst ekki við svona undirtektum af forsetanum, lét ekki segja sér þetta tvisvar. Og stundu síðar lætur hann Lincoln heyra skamma bréf mikið. „Ágætt!“, segir Lincoln, brosandi. „Þér haldið að það megi senda það svona?“ „Senda það, nei! — það hefir mér aldrei til hugar komið. Við stingum bréfgreyinu í ofninn. Það hefir komið yður að fullum notum. Þér þurft- uð að svala reiði yðar. Og nú hlýtur yður að vera uiiklu léttara á eftir. Það getur verið holt að skrifa. svona bréf. En það má ekki senda þau frá sér“.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.