Lífið - 01.01.1936, Page 65

Lífið - 01.01.1936, Page 65
LÍFIÐ 61 missa tök á rannsakandi viti hins andlega heil- brigða manns. Niðurstöður efnishyggjunnar grund- valla hið jákvæða tímabil mannkynssögunnar. Efnisvísindin ná meira og meira valdi yfir nátt- úruöflunum. Náttúran er almóðirin. En heimsspek- in (hin hugsæilega) leitar út fyrir varurðina og staðreyndir vísindanna, þykist kanna dýptir eðlis- ins með þrálátu fálmi eftir geranda allra hluta ásamt „hinni síðustu spurningu". Hún hörfar frá baráttu veruleikans inn í hljóða auðn hins skugga- lega dulrænis. Því er varpað fram í ræðu og riti, að tilgangur tilverunnar sé æðri og ofar allri var- urð, reynslu og þekkingu mannsandans, í beinum skilningi að minsta kosti. En vér erum nú loks, margir af oss, farnir að slá af kröfum vorum um „fullkomna" tilveru. Vér erum oss þess meðvitandi að allar fyrirframályktanir, snertandi óraskanleika heimsmyndarinnar, eins og trúarbrögð og sum heimspeki hefir haldið fram, snerta ekki kjarna málsins. Hinar ,,fullkomnu“ alheimsmyndir, sem dregnar hafa verið upp á ýmsum öldum, hafa farið og fara sömu leiðina. Eftir stendur jákvæð þekking. Skynjun og veruleiki eru það eitt, sem oss varðar. Hvaðan vér komum, hvert vér förum og til hvers vér séum — þessa spurningu viljum vér láta svara sér sjálfa á hinum (sennilega) langa þróunartíma mannkynins, að svo miklu leyti, sem henni lcann að verða svarað og siðferðisleg þörf krefur. Mótsetningar anda og efnis fara minkandi með bverjum degi. Vér eigum að eins að vera þolin-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.