Lífið - 01.01.1936, Side 66

Lífið - 01.01.1936, Side 66
62 LIFIÐ móðir, bíða átekta, í stað þess að eyða tíma vor- um, sem oss veitir ekki af í baráttunni fyrir betri lífskjörum bræðra vorra, í árang-urslausum elt- ingaleik við ,,birtingar“ dulrænna fyrirbrigða, sem leiðir af sér glundroða, sem enginn botnar í. En jafnvel vísindalegt og pólitískt afturhald má ekki — enda er slíkt ekki unt — hrynja í rústir árangurslaust. Árangur allra rannsókna byggist á aðferðum. Auðkenni athugana felast í æfingum slíkra athugana. Efnishyggjan eys altaf nýjum krafti úr náttúr- unni, móðurskauti allrar tilveru. Þar á móti skýr- skotar hin hugsæja heimspeki til forgangsréttar meðvitundarinnar, og um leið er varpað fram hin- um svokölluðu hinstu spumingum: hvaðan, hvert, hversvegna? Vér erum orðnir lítillátari og látum oss nægja ófullkomna heimsmynd, sem virðist vera fullkomin, en hvílir á ósannanlegum forsend- um, eins og guðfræðin kennir, henni höfnum vér af vísindalegu hreinlæti. Að fella dóm er að setja reynslu í mótsagna- laust samband við allar þektar staðreyndir lífsins. Aðeins verður maður að gæta þess, hversu mjög dómarinn er sjálfur háður samfélaginu. Andstaða hins andlega og efnislega minkar dag frá degi. Það er einungis nauðsynlegt að safna þolinmóð- lega reynslu skref fyrir skref, í stað þess að setja upp gagnslausar fræðikenningar. Jafnvel íhaldssamir vísindamenn játa að úr- slitavaldið í vísindunum hafi að eins reynslan. — Þannig segir A. Kohlrausch í bók sinni „Líkamleg

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.