Lífið - 01.01.1936, Page 69

Lífið - 01.01.1936, Page 69
lífið Um heilsufarið í landinu. I. FARSÓTTIR. Eg býst við að flestir viti, að hér er til sérstök stofnun, sem heitir Hagstofa, og hún gefur út ár- lega hinar svonefndu hagskýrslur, •— þær eru um flest það, sem beinlínis lítur að efnalegri afkomu þjóðarinnar, og ýmsum þjóðarhögum, fólksfjölda, kosningum og ýmsu þess háttar. En eitt af því, sem vitanlega hefir allmikla þýðingu fyrir afkomu þjóðarinnar, er heilsufar og heilbrigðiástand hennar, sem hægt er að sýna með tölum og töflum, líkt og þeim, sem hagskýrslurnar birta, en þær skýrslur eru ekki samdar á hagstofunni, heldur á skrifstofu landlæknis, sem líka gefur út árlega skýrslur um þessi mál, og heita þær skýrslur heil- brigðiskýrslur. Það eru til heilbrigðiskýrslur frá því fyrir alda- ^nót, og eru þær birtar í stjórnartíðindunum, en sérprentaðar í bókarformi eru þær fyrst frá 1911. Voru þær þá samdar með nýtísku sniði eins og tíðkast í öðrum menningarlöndum, og ná þannig senn yfir tuttugu og fimm ára tímabil, 2—3 eigu- ^eg bindi, full af fróðleik. 5

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.