Lífið - 01.01.1936, Page 70

Lífið - 01.01.1936, Page 70
66 LÍFIÐ Eftir því, sem eg hefi orðið var við, eru hag- skýrslurnar í fárra manna höndum og vantar þó ekki að þar sé að finna mikinn fróðleik og mikils- varðandi, en eigi þetta við um hagskýrslurnar, þá á það ekki síður við um heilbrigðiskýrslurnar. Það er nú tilgangurinn með þessari ritgjörð að gjöra nokkra grein fyrir því, sem heilbrigðiskýrsl- urnar skýra frá, því þær geyma sem sagt 25 ára reynslu íslensku læknanna í mörgum greinum. V.erður þá fyrst fyrir að athuga farsóttirnar. Nú á síðustu árum eru 25 farsóttir taldar, sem gangi eða hafi gengið yfir iandið, og verður stutt- lega minst á hverja fyrir sig, og í þeirri röð, sem þær eru taldar í heilbrigðiskýrslunum. 1. Kverkabólga. (Kverkaskítur, hálsbólga). Kv.erkabólgan er landlæg og er oftast einhvers staðar á gangi, einu sinni eða stundum tvisvar á ári. Þó hún sé talin óskæð, þá er hún altaf mjög athugaverð, því skarlatsótt og barnaveiki byrja með kverkabólgu, og er því sjálfsagt að ná til læknis, ef hitaveiki fylgir að mun. Sjúklingafjöldi á skýrslunum hefir orðið hæstur 1930: 5415; ann- ars um 4000 árlega. Veikin er nokkuð jöfn í öllum mánuðum ársins. Helmingur sjúklinganna eru börn innan 15 ára og verður veikin all-óþægileg á börn- um, sem hafa stóra hálskirtla í kokinu (kirtil- auka). Um helmingur af tilfellunum er skrásett- ur í Reykjavík, en .ekki er þar fyrir víst, að hún sé þar tíðari gestur en í öðrum þorpum landsins. Með einangrun má verjast veiki þessari og er rétt að

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.