Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 6
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 ELDGOS Í GRÍMSVÖTNUM Grunnskólar og leikskólar á höfuð- borgarsvæðinu héldu almennt börn- um innandyra í gær vegna svifryks- mengunar. Sama gilti um skóla fyrir austan fjall. María Róbertsdóttir, leiðbeinandi á leikskólanum Geislabaugi í Graf- arholti, segir börnin hafa verið inni allan daginn. „Þeim fannst þetta allt í lagi enda eru þau vön að vera inni einn og einn dag vegna veðurs.“ Óskar S. Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla, kvað algera stillu hafa verið í Fossvogsdalnum fyrir hádegi og börnunum þá verið haldið inni í frímínútum. „Ef maður stapp- aði niður fótum eða driplaði bolta þá sást að það þyrlaðist upp ryk,“ sagði Óskar sem endurmat stöðuna í hádeginu og gaf börnunum val um að fara út. „Það voru einstaka sem nýttu sér það en flestir voru inni.“ Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Njarðvíkum, sagði að þar hefði ekkert verið því til fyrir- stöðu að hleypa börnunum út. Tveir bekkir ellefu og tólf ára barna hafi fylgt eftir áformum um að fara í skoðunarferð til Reykjavíkur. „Við létum þau hafa grímur en þegar til kom þá vildu þau ekki nota þær því þeim fannst ekki vera svo mikil aska,“ sagði Jónína. Í Vesturbæjarskóla í Reykja- vík voru krakkarnir inni fram að hádegi. Hildur Hafstað segir börn- in hafa fengið að fara út í frímínút- ur í hádeginu. „Þau þurfa að fá að hlaupa dálítið og voru óskaplega ánægð þegar þau fengu að fara út,“ sagði Hildur. - gar NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI AUGLÝSINGA- OG STUTTMYNDAGERÐ HUGMYND - HANDRIT - TÖKUR KILIPPING - FRÁGANGUR FYRIR ÁHUGAFÓLK - KENNT AF FAGFÓLKI Ef þú ert ein(n) af þeim sem vilt læra með því að framkvæma þá er þetta námskeið fyrir þig. 222 stundir af “hands-on” námi, kennt af fagfólki úr auglýsinga- og kvikmyndageiranum. Hver nemandi gerir bæði auglýsingu og stutt- mynd meðan á námskeiðinu stendur. Ítarlega lýsingu á námskeiðinu er að finna á vefsíðu NTV Kvöld- og helgarnámskeið hefst 13. september og lýkur 8. des. Lengd: 222 stundir - Verð: 429.000 kr. Sérkjör fyrir atvinnulausa (sjá ntv.is) Eftir að flugumferð um innlenda flugvelli var stöðvuð á sunnudag sökum ösku frá eldgosinu í Gríms- vötnum hafa heyrst kröfur um að breytingar verði gerðar á hættu- mati. Eins og stendur fara flug- málayfirvöld á Íslandi, Isavia, eftir öskudreifingarspám frá Volc- anic Ash Advisory Centre (VAAC) sem unnar eru með bresku veður- stofunni. Dr. Jónas Elíasson, prófessor emeritus við Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk- fræði, segir hins vegar í samtali við Fréttablaðið að bannsvæðið sé allt of víðtækt. Í stað þess að loka flugvöllum á grundvelli upplýsinga frá erlendum stofnunum sé rétt að koma upp búnaði hér á landi. „Við gerðum okkar eigin mæl- ingar á Keflavíkurflugvelli í gær [sunnudag] meðan á lokuninni stóð, og þar kom í ljós að öskuþéttleikinn var 11 míkrógrömm á rúmmetra, sem er langt undir hættumörk- um og 350 míkrógrömm mæld- ust í Reykjavík um kvöldið þegar mökkurinn gekk yfir.“ Leyfileg mörk fyrir blindflug eru nú 2.000 míkrógrömm á rúmmetra. Jónas segir að innlendir aðilar eigi að koma sér upp tækjabúnaði og starfsfólki til að geta tekið þess- ar ákvarðanir sjálfstætt. „Íslensk flugmálayfirvöld þurfa að sýna meira frumkvæði í þess- um málum. Við erum eina landið á þessu spásvæði sem er með eldfjöll og því ættu mælingarnar að fara fram hér á landi.“ Jónas segir að með nákvæmari mælingum megi afmarka frekar hættusvæði. Ásgeir Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá Isavia, segir ekkert athugavert við að fá ráðleggingar frá VAAC í London, þar sem spá- líkön þeirra byggi að nokkru leyti á gögnum sem opinberir innlend- ir aðilar safna. „Við getum metið ákveðnar staðbundnar aðstæður, en getum ekki virt spákortin að vettugi,“ segir Ásgeir. „Tölur sem komu úr mælingun- um í gær, 350 míkrógrömm, segja aðeins hver þéttleikinn var á því afmarkaða svæði. Þess utan geta verið blettir þar sem aska er mun þéttari.“ Ásgeir bætir því við að þótt mæling upp á 350 míkrógrömm sé undir mörkum sé samt um að ræða magn sem gæti stytt líftíma þotu- hreyfla. Skiptar skoðanir um öskumælingar Dr. Jónas Elíasson prófessor gagnrýnir verklag við öskumælingar. Hann segir innlenda aðila geta gert nákvæmari rannsóknir, koma þurfi upp tækjabúnaði hérlendis. Flugmálayfirvöld segja of staðbundnar mælingar ekki nógu öruggar. Forsvarsmenn flugfélaganna Icelandair og Iceland Express eru vongóðir um að vel muni ganga að vinna upp tafirnar sem eldgosið hefur valdið á flugumferð til og frá landinu. Um tíu þúsund farþegar urðu fyrir töfum af völdum gossins, en flug hófst að nýju frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í gær að til stæði að bæta við ferðum til að koma hlutum í samt lag sem allra fyrst. „Ef allt gengur að óskum og það verður opið fyrir flug þá mun það kannski taka okkur tvo daga í viðbót að ná þessu upp.“ Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, tekur í sama streng og segir að sú staðreynd að vélar félagsins gátu flogið á sunnudagsmorgun hafi bjargað miklu. „Ég vonast til þess að í fyrramálið [í dag] verðum við búin að vinna þetta upp. Það verða mögulega einhverjar seinkanir þá en það virðist vera að vindast ofan af þessu hratt.“ Tvo daga að vinna upp tafir MISTUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Öskumistrið sem lagðist yfir á sunnu- dagskvöld lá enn yfir í gær og hélt skólabörnum innandyra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Skólabörnum haldið inni vegna öskufalls í gær: Aska yfir Reykjavík Grímsvötn Vatnajökull Mýrdalsjökull Hofsjökull Langjökull Þjóðvegur 1 lokaður Kirkjubæjarklaustur Freysnes Höfn La ka gíg ar Hofgarður Lómagnúpur Bárðarbunga Væntanlegt öskufall næstu daga Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Hella Flúðir Selfoss Hveragerði Öræfi Skeið arársandur Sk ei ða rá rjö ku ll Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins Skólahald liggur niðri Sundlaug lokuð * Skólahald liggur niðri, sennilega alla vikuna ** Hvolsskóli lokaður í dag en sennilega opinn á morgun Heimild: Veðurstofa Íslands 25. maí hádegi 25. maí miðnætti 24. maí hádegi 24. maí miðnætti 23. maí hádegi 23. maí miðnætti Hamfarasvæðið og leiðbeiningar Áhrifasvæði öskunnar Öskufall og öskufjúk hefur sett daglegt líf úr skorðum í nágrenni eldgossins. Íbúum á Suðurlandi hefur víða verið ráðlagt að halda sig innandyra. Öskuspá í dag í 20.000 feta hæð ■ 200-2.000 μgr/m3 ■ 2.000-4.000 μgr/m3 ■ >4.000 μgr/m3 Ísland Grænland NoregurFæreyjar Rússland Írland Skotland Svalbarði „Þannig að þó að við myndum leyfa flug í slíkum aðstæðum, reikna ég ekki með að flugfélögin myndu vilja fara í loftið.“ Talsmenn flugfélaganna tveggja, Icelandair og Iceland Express, segjast sáttir við hvernig var unnið úr málum í þetta sinn og hafi full- an skilning á því hvernig kerfið sé, þótt gott væri að fá nákvæmari mælingar til að eyða allri óvissu. thorgils@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.