Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. maí 2011 15 Vinátta Eitt af því dýrmætasta í líf-inu er traust og varanleg vinátta. Við veljum okkur ekki for- eldra, börn, kennara eða annað samferðafólk. En við veljum sjálf maka og vini og berum ábyrgð á því vali. Vin- átta birtist í ýmsum myndum. Aristóteles greindi á milli nyt- semisvináttu, ánægjuvináttu og sannrar vináttu, og vissi hvað hann söng. Vinátta sem verður til á bernsku- og upp- vaxtarárum býr oft í vitund- inni ævina á enda. Þegar við förum í fullorð- insleikinn erum við komin í annan heim. Þar eru margvís- leg félagskerfi sem við stöldr- um mislengi í. Góð vinátta getur myndast hjá fólki sem á samleið um tíma, til dæmis í í framhaldsnámi, á vinnustöð- um, í íþróttum eða í tengslum við önnur áhugamál. Þegar leiðir skilja er það gjarnan með fyrirheitum um að vera áfram í sambandi. Oftar en ekki dregur úr því með tíman- um og fólk kemst á viðverðum- endilegaðfarahittast-stigið. Væntumþykjan er enn fyrir hendi, en gömlu vinirnir passa kannski ekki inn í nýja félags- kerfið. Samskipti Sú vinátta sem birtist í því að fólk hittist einu sinni á ári, þó að það eigi bíl og búi í sama kjördæmi, getur verið alveg jafn djúp og traust og hin sem hlúð er að á annan hátt. En hún er ekki virk nema í vit- undinni. Eftir að bæði kynin urðu fyrirvinnur og börnin í umsjá annarra alla virka daga, urðu frístundir og samvera fjöl- skyldunnar dýrmætari. Í dag er algengt að vinátta milli for- eldra og barna sé á þann veg, að þegar afkomendurnir eru komnir með eigin fjölskyldu, verða þau bestu vinir foreldr- anna. Og í þó nokkrum til- vikum það fólk sem þeir verja öllum frístundum með. Eðli- lega. Í dag verður maður var við, að fyrir utan stóru klúbbana, Rotary, Lions og golfklúbb- ana, eru litlir hópar af báðum kynjum að hittast reglulega um allan bæ. Sumir hafa gert það í ár eða áratugi, aðrir skemur. Sameiginleg áhuga- mál og samstaða gegnum árin eru gjarnan kveikjan að slík- um hópum og límið í þeim. Það merkilega er, að þaðan sem ég stend, þá virðast þetta fyrst og fremst vera karlahópar. Það er líka athyglisvert, að fólk í dag er orðið eins og Bretarnir, sem virðast ekki mikið fyrir að fá fólk heim til sín. Vill hitta það á pöbb- inum. Og hér er þetta að verða raunin. Aldavinir af báðum kynjum vilja helst hittast á veitingastöðum. Þess utan eru samskipti annaðhvort á net- inu eða með símaskilaboðum. Og ekkert við það að athuga. Þetta er nútíminn. En það eru til undantekningar. Til dæmis konur á níræðisaldri sem láta sér ekki nægja samskipti gegnum tölvur og síma. Vinkonuklúbburinn Ég vona að sem flestir hafi lesið viðtal Önnu Kristine í Fréttatímanum við kon- urnar sem hafa hist vikulega í hádeginu í sextíu og fimm ár. Voru saman í Verslunar- skólanum á sínum tíma og urðu ævivinkonur. Stofnuðu vinkonuklúbb, hittust framan af heima hjá hver annarri en færðu síðar selskapinn yfir á kaffihús eða matsölustað. Þetta voru sjö hressar og klár- ar konur og greinilega fram- takssamar í betra lagi. Tvær eru látnar, ein er á elliheimili, en fjórar flottar voru mættar á veitingastaðinn Vox til að tala við blaðamanninn. Auk hádegisfundanna hafa þær ferðast víða um heim saman og hittast gjarnan í sumar- bústað einnar þeirra. Þetta er sem sagt hægt, ef viljinn og framtakssemin er fyrir hendi. Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Það er líka athyglisvert, að fólk í dag er orðið eins og Bretarnir, sem virðast ekki mikið fyrir að fá fólk heim til sín. Vill hitta það á pöbbinum. Og hér er þetta að verða raunin. ÚR ERLENDUM LEIÐURUM Hættuleg farvötn Aukinn fjöldi sjóræningja er meðal annars sagður stafa af óstarfhæfu réttarkerfi í Sómalíu. Sjóræningjar eru gripnir og nokkrir dæmdir í stutta fangelsisvist en mörgum er strax sleppt. Aðgerðir sjóræningjanna eru sem sagt einkenni dýpri og alvarlegri vandamála sem stafa af fátækt, lélegu réttarkerfi og upplausnarástandi í viðkomandi ríkjum. Þess vegna duga ekki hernaðaraðgerðir. Evrópusam- bandið verður að opna landamæri sín fyrir viðskiptum við Afríku, taka þátt í þróun á annan hátt og aðstoða ríkin þegar þau reyna að koma á laggirnar öruggara réttarkerfi, meira lýðræði og jafnvægi. www.dn.se/ledare Úr leiðara Dagens Nyheter Obama og friðurinn Eitt af því fyrsta sem Barack Obama sagði, þegar hann varð forseti Bandaríkjanna, var að lofa að leysa vand- ann sem engum af fyrirrennurum hans hafði tekist, nefnilega að koma á friði milli Ísraels og Palestínu- manna. En vonin sem hann gaf mönnum er farin að dvína. Friðarferlið er í kyrrstöðu og lausn deilunnar milli Ísraela og Palestínumanna, sem er mikilvægur hluti af lýðræðisferlinu í Miðausturlöndum, virðist fjarlæg vegna tortryggni, loforða sem ekki hafa verið uppfyllt, diplómatískra mistaka og skorts á vilja til samvinnu milli þeirra sem hlut eiga að máli. www.jp.dk/opinion/leder Úr leiðara Jyllands-Posten

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.