Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 24. maí 2011 27 FÓTBOLTI Gjaldkerar Aston Villa og Sunderland hafa væntanlega brosað allan hringinn þegar þeir sáu lokastöðuna í ensku úrvals- deildinni eftir lokaumferðina á sunnudaginn. Bæði lið unnu sína leiki og hoppuðu fyrir vikið upp um fjögur sæti. Það skiptir heilmiklu máli þegar kemur að úthlutun vinningsfjár í deildinni. Aston Villa og Sunderland fá bæði 576 milljónum króna meira í sinn hlut ef mið er tekið af stöðu liðanna fyrir lokaumferð- ina. Aston Villa endaði í níunda sæti og Sunderland því tíunda og munar heilmiklu um það eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. En að sama skapi þurftu tvö lið að gjalda fyrir þetta. Stoke og Bolton töpuðu bæði í lokaum- ferðinni og féllu um fjögur sæti í stigatöflunni. Þau urðu því af áðurnefndum upphæðum. Stoke tapaði einmitt fyrir Wigan sem bjargaði þar með sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni og hoppaði upp um þrjú sæti. Þar með græddi liðið 429 milljón- ir sem eru auðvitað smámunir miðað við það sem félagið fær fyrir það eitt að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Sjónvarpstekjum er nefnilega skipt jafnt á milli liðanna sem leika í deildinni og í ár fær hvert lið sex milljarða króna í sinn hlut. Þetta er þó aðeins grunnupphæðin. Þau lið sem eiga flesta leiki í beinni sjónvarps- útsendingu fá meira og fá því stærstu liðin meira í sinn hlut en þau minni þegar upp er staðið. eirikur@frettabladid.is Aston Villa og Sunderland stórgræddu á lokadeginum Enska úrvalsdeildin veitir félögunum í deildinni meira en 30 milljarða króna í verðlaunafé og ræðst skiptingin af lokastöðu liðanna í deildinni. Það var því að heilmiklu að keppa fyrir félögin í lokaumferðinni og víða háar upphæðir undir. GÓÐ KVEÐJUGJÖF Boudewijn Zenden skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Sunderland á West Ham um helgina. Sigurinn reyndist dýrmætur en þetta var síðasti leikur Zendens með Sunderland. Sætaskipti í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar Lið Stig Markat. Sætaskipti Breyting Lokaupphæð 1. Manchester United 80 +41 - - 2.860 milljónir króna 2. Chelsea 71 +36 - - 2.717 3. Manchester City 71 +27 - - 2.574 4. Arsenal 68 +29 - - 2.431 5. Tottenham 62 +9 - - 2.288 6. Liverpool 58 +15 - - 2.145 7. Everton 54 +6 - - 2.002 8. Fulham 49 +6 - - 1.859 9. Aston Villa 48 -11 +4 +572 miljónir kr. 1.716 10. Sunderland 47 -11 +4 +572 1.573 11. West Bromwich Albion 47 -15 - - 1.430 12. Newcastle 46 -1 - - 1.287 13. Stoke City 46 -2 -4 -572 1.144 14. Bolton 46 -4 -4 -572 1.001 15. Blackburn 43 -13 - - 858 16. Wigan 42 -21 +3 +429 715 17. Wolverhampton Wolves 40 -20 -1 -143 572 18. Birmingham 39 -21 -1 -143 429 19. Blackpool 39 -23 -1 -143 286 20. West Ham 33 -27 - - 143 FÓTBOLTI Alls hafa fimm rauð spjöld farið á loft í fyrstu fimm leikjum Íslandsmeistara Breiða- bliks í Pepsi-deild karla í sumar. Þeir fengu tvö rauð spjöld í fyrstu tveimur leikjum sínum og mótherjar þeirra hafa síðan fengið þrjú rauð spjöld í síðustu þremur leikjum. Það er líka óhætt að segja að rauðu spjöldin hafi mikið að segja um úrslitin í leikjum Blika í þess- um umferðum því að það lið sem hefur verið manni fleiri hefur unnið leikinn og eini leikurinn þar sem rauða spjaldið fór ekki á loft endaði með jafntefli. Það hafa bara verið fullskipuð lið í 261 af 450 mínútum í boði í leikjum Blika til þessa í sumar og 8 af 19 mörkum í leikjum liðsins hafa komið eftir að rautt spjald fór á loft. - óój Fyrstu fimm umferðirnar í Pepsi-deild karla: Leikmenn sjá rautt í leikjum Breiðabliks EITT AF FIMM Ingvar Þór Kale varð fyrstur til að sjá rautt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rauðu spjöldin í leikjum Breiðabliks í sumar Breiðablik-KR 2-3 Ingvar Þór Kale, Breiðabliki, fær beint rautt spjald á 19. mínútu í stöðunni 1-1. KR skoraði næstu tvö mörk. FH-Breiðablik 4-1 Jökull Elísabetarson, Breiðabliki, fær rautt spjald á 67. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir FH. FH skoraði tvö mörk manni fleiri. Breiðablik-Grindavík 2-1 Guðmundur Andri Bjarnason, Grindavík, fær beint rautt spjald á 21. mínútu í stöð- unni 1-0 fyrir Grindavík. Blikar skoruðu tvö mörk manni fleiri. ÍBV-Breiðablik 1-1 Ekkert rautt spjald í leiknum. Breiðablik-Fylkir 3-1 Valur Fannar Gíslason, Fylki fær rautt spjald á 64. mínútu og Fjalar Þorgeirsson, Fylki fær beint rautt spjald á 69. mínútu. Staðan er 2-1 fyrir Breiðabliki í báðum tilfellum. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NET - Sími 510-3800 Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali elias@husavik.net ✔ Afhending í nóvember 2011. ✔ Íbúðir með sólskála. ✔ Íbúðir með hjónasvítu. ✔ Stærðir frá 52-170 m2. ✔ Rúmgóð bílageymsla. ✔ Verð frá kr. 16,9 millj. Þjónustumiðstöðin við Boðaþing NÝTT HÚS FRÁ HÚSVIRKI Boðaþing er reitur sem Húsvirki hf. og Hrafnista DAS fengu úthlutað til skipulagningar fyrir almennar íbúðir, þjónustuíbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð aldraðra. Þetta er skemmtilega skipulagt svæði sem myndar kjarna almennra íbúða í kringum hjúkrunaríbúðir og þjónustumiðstöð á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS. Boðaþing 10-12 55+Glæsilegar íbúðirfyrir fólk á besta aldri S K IS S A NÝTT HÚS VIÐ BOÐAÞING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.