Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 22
24. MAÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● kynning ● sláttuvélar Til að forðast slys skulu allir sláttuvélaeigendur og -notend- ur hafa mikilvæg öryggisatriði á hreinu. Helst ber þess að gæta að börn séu ekki nálægt sláttuvél í notkun, hvorki að ganga meðfram garðsláttuvél í notkun né nálægt henni en auk þess sem sláttuvél- in sjálf getur verið hættuleg geta aðskotahlutir skotist frá vélinni meðan hún er í gangi. Best er að miða við að börn yngri en fimm ára séu höfð inni og undir eftirliti annarra þegar garðurinn er sleginn enda börn á þeim aldri óútreiknanleg. Best er að ganga alltaf þannig frá garð- sláttuvél að hún sé geymd þar sem börn ná ekki til. Mikilvæg öryggisatriði Börn skulu aldrei vera að leik í námunda við garðsláttuvél, hvort sem hún er í gangi eður ei. Reglulegur garðsláttur getur komið í veg fyrir mosavöxt í garð- inum, eða að minnsta kosti minnk- að hann, en mosi safnast oftast í grasflatir sem ekki er hirt um. Oftast er mælt með því að fyrsti sláttur eigi sér stað um miðjan maí, en það getur verið mismun- andi milli ára og fer eftir tíðarfari. Ef óæskilegur mosi lætur á sér kræla getur það komið að gagni að þekja mosann með sandi en vert er að hafa í huga að garðurinn er ekki mikið fyrir augað meðan sú aðgerð stendur yfir. Ef fólk vill síður grípa til svo róttækra að- gerða er gott húsráð að nota garð- inn einfaldlega mikið og leyfa börnunum og nágrannabörnunum að nýta hann til leikja allt sumarið. Stappað ofan á mosanum Mörgum leiðist mosinn en til eru nokkur heimilisráð til að losna við hann. ● GÓÐ RÁÐ Í GARÐSLÆTTI Þegar sumarið nálgast og grasið grænkar fer fólk að huga að garð- slætti. Sláttur garðsins hefur áhrif á heildarútlit garðsins og því er gott að hafa í huga að láta grasið ekki verða of hátt þegar það er sleg- ið. Ekki er heldur gott að slá það of mikið niður. Því hærra sem grasið verður því dýpra fara ræturnar í jörð- ina. Einnig er gott að slá í mismun- andi áttir í hvert skipti. Með því verð- ur vöxturinn jafnari. Gott er að miða við að slá garðinn einu sinni í viku. ● SLÁTTUVÉLIN FUNDIN UPP Sláttu- vélin var fundin upp af Edwin Beard Budding, verkfræðingi frá Englandi, árið 1830. Hann fékk hugmyndina þegar hann var í fataverksmiðju þar sem verið var að skera efnið og kantarn- ir voru lagaðir eftir skurðinn. Honum datt í hug að svipað væri hægt að gera við garð- slátt. Hann fór í samstarf við annan verkfræð- ing, John Ferrabee, en þeir leyfðu öðrum fyrir- tækjum að nota teikningar sínar með sérstöku leyfi. Í kringum 1850 runnu leyfin út og fleiri fyrirtæki gátu farið að framleiða sláttuvélar. Þá hófst frekari þróun sláttuvélanna og komu meðal annars hljóðlátari sláttuvélar á markað. DV: 10% – Fréttatíminn: 37% DV: 11% – Fréttatíminn: 49% Við vitum sem er að dagblað á að vera skemmtilegt og upplýsandi. Það á að veita innsýn í líf fólks og varpa ljósi á atburði sem skipta okkur máli. Við hlustum á raddir lesenda og erum lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti. Allt sem þú þarft... Yfirburðir Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði staðfestir Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Janúar til mars 2011, meðallestur á tölublað 18–49 ára. Fr ét ta bl að ið HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 72% M or gu nb la ði ð ALLT LANDIÐ 60% 26% 29% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið og Morgunblaðið kemur út sex daga vikunnar, á meðan DV kemur út þrisvar í viku og Fréttatíminn einu sinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.