Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 18
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sett á heimasíðu sína, www.heilsugaesla.is, tvo bæklinga um áhrif gosösku á heilsufar og viðbúnað vegna öskufalls. Breski læknirinn Edward Jenner smit- aði árið 1796 dreng af kúabólu til að verja hann gegn bólusótt. Hann er talinn frum- kvöðull á sviði bólu- setninga enda er frá honum komið enska orðið vaccination. Orðið vacca er latína og þýðir kýr. www.visinda- vefur.is NÝ SENDING AF SPARIFATNAÐI! ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur S T Ó R G L Æ S I L E G I R teg. 9066 - flott nýtt snið, fæst í C,D skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- teg. 810857 - glæsilegur litur og glæsilegur brjóstahaldari, fæst í C,D skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Árlega greinast 150 Íslendingar með ofvirkan skjaldkirtil og er talið að um tólf þúsund þeirra taki skjald- kirtilshormónið thyroxín vegna van- virkni í skjaldkirtli. Svo virðist sem nýgengi skjaldkirtilssjúkdóma sé að aukast. „Það má að einhverju leyti skýra með betri skráningu en einnig með hækkandi aldri þjóðarinnar, enda greinast skjaldkirtilssjúkdómar oftar hjá eldra fólki en áður,“ segir Ari Jóhannesson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum á Landspítalanum. Mun fleiri konur greinast og er hlutfallið einn karl á móti fjórum konum. Ástæða þess er að mestu ókunn að sögn Ara en tengist sennilega kvenhormónum og erfðavísum. Nýlega var alþjóð- lega skjaldkirtilsdeginum komið á en honum er ætlað að efla vitneskju meðal almennings um skjaldkirtils- sjúkdóma. Hann verður haldinn á morgun. „Skjaldkirtillinn er á hálsin- um framanverðum og telst til svo- nefndra innkirtla. Hann framleið- ir skjaldkirtilshormón sem stuðlar að orkunýtingu og varmamyndun í frumum líkamans og er nauðsynlegt fyrir þroska og starfsemi flestra líf- færa,“ lýsir Ari. Joð, ásamt amínósýrunni týrós- ín, myndar skjaldkirtilshormón og joðskortur getur valdið stækkun á skjaldkirtli og jafnvel vanstarfi. Joð finnst í mörgum fæðutegundum en þó mest í mjólk og fiski. „Joðskortur hefur til þessa verið álitinn fátíður á Íslandi en það er þó áhyggjuefni að joðneysla hefur farið minnk- andi undanfarin ár, sennilega vegna minni neyslu á þessum fæðutegund- um en áður,“ segir Ari. Hann segir sérstaklega mikilvægt að huga að joðhag á meðgöngu því þroski fóst- urs er að miklu leyti undir joðneyslu móðurinnar kominn. „Þá er sérstök ástæða til að hvetja ungar stúlkur til að huga að joðneyslu en nýleg íslensk rannsókn bendir til þess að hún fari minnkandi á meðal þeirra þó að hún sé enn innan marka.“ Ari segir að joðþörf megi almennt mæta með tveimur mjólkurglösum á dag og tveimur fiskmáltíðum í viku. „Þá er joð í mörgum vítamíntöflum auk þess sem salt er í sumum tilfellum joðbætt.“ Ari segir að æ oftar séu skjaldkirt- ilssjúkdómar raktir til sjálfsofnæmis en þá myndar líkaminn mótefni gegn eigin frumum. Mótefnin geta ýmist verið örvandi eða letjandi og jafnvel eyðandi. Skjaldkirtilssjúkdóma sem af því hljótast má greina með einföld- um blóðrannsóknum þó í sumum til- fellum þurfi frekari rannsóknir. Einkenni ofvirks skjaldkirtils eru fjölbreytileg en algengust eru hita- óþol, hjartsláttaróþægindi, megrun, skjálfti, aukin svitamyndun, titring- ur, kvíði og bólgin og útstæð augu. Meðferð getur verið í formi skjald- kirtilsbælandi lyfja eða geislavirks joðs og í undantekningartilvikum skurðaðgerðar. Vanstarf í skjaldkirtli er enn algengara en ofvirkni. Helstu ein- kenni eru þreyta, slen, kulvísi, þyngdaraukning, tregða í hugsun og hæg melting. Meðferð er fólgin í töku skjaldkirtilshormónsins thyroxíns í uppbótarskyni og varir oftast ævi- langt. Sem fyrr segir taka um tólf þúsund Íslendingar thyroxín daglega en þeim hópi tilheyra einnig þeir sem hafa verið með ofvirkan skjaldkirtil en þurft að ganga undir meðferðir sem leiða af sér vanvirkni. Hnútar í skjaldkirtli eru algeng- ir. Fæstir eru illkynja en þó þarf að ganga úr skugga um það með nálar- sýni. Árlega greinast um 15-20 með- skjaldkirtilskrabbamein á Íslandi. Meðferðin felst í skurðaðgerð og oft þarf einnig að gefa geislavirkt joð. Ari segir ekki hafa komið fram ákveðin tengsl við of- eða vanvirkni í skjaldkirtli og horfur séu yfirleitt góðar. vera@frettabladid.is Lítil joðneysla áhyggjuefni Æ fleiri Íslendingar greinast með skjaldkirtilssjúkdóma sem skýrist að hluta af hækkandi aldri þjóðar- innar. Joð er mikilvægt fyrir myndun skjaldkirtilshormóna en neysla þess fer minnkandi. Mun fleiri konur greinast með skjaldkirtilssjúkdóma en karlar. Ari segir minnkandi joðneyslu áhyggju- efni, sérstaklega á meðal ungra stúlkna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.