Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.05.2011, Blaðsíða 12
24. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR12 GENGIÐ 23.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,0021 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,75 117,31 188,39 189,31 163,51 164,43 21,926 22,054 20,794 20,916 18,325 18,433 1,4263 1,4347 184,32 185,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ÍRLAND, AP Barack Obama á ættir að rekja til smábæjarins Money- gall á Írlandi og ákvað þess vegna að hefja sex daga Evrópuferð sína þar. Íbúarnir tóku honum fagn- andi en hann stoppaði ekki lengi, skrapp með þyrlu frá Dublin ásamt eiginkonu sinni, Michelle, og fór sömu leið til baka eftir að hafa fengið sér bjórkollu og tekið í ótal hendur. Meðal annars hitti hann fjar- skyldan ættingja sinn, Henry Healy, sem er 26 ára og starfar sem bókhaldari hjá pípulagninga- fyrirtæki þar í bæ. Hann sagði Íra og Bandaríkja- menn vera tengda ættarböndum, enda eiga milljónir bandarískra kjósenda ættir að rekja til Írlands. Ekki er verra fyrir hann að geta vísað til þess í kosningabaráttunni á næsta ári, að hann eigi sér írskar rætur og hafi meira að segja heim- sótt ættarslóðirnar á Írlandi. Í kosningabaráttu sinni árið 2008 komst Obama að því að Falmouth Kearney, langalangalangafi hans, hafi flúið örbirgðina á Írlandi til Bandaríkjanna um miðja 19. öld. Hann var skósmiður í Money- gall áður en hann hélt til Vestur- heims. Í Moneygall búa nú aðeins 350 manns, sem létu ekki heim- sókn þessa fræga manns fram hjá sér fara. Einn íbúa bæjarins, hin fimm- tuga Aileen Spillane, sagðist ákaflega ánægð með að hafa hitt Obama. Hún hafði lagt það á sig að bíða eftir honum í fjórar klukku- stundir, þrátt fyrir úrhellisrign- ingu meðan á biðinni stóð. Á Írlandi hitti hann einnig Enda Kenny forsætisráðherra og Mary McAleese forseta, en þau höfðu fáeinum dögum fyrr tekið á móti Elísabetu Bretadrottningu þegar hún kom í opinbera heimsókn til Írlands, fyrst breskra þjóðhöfð- ingja eftir að Írland fékk sjálfstæði frá Bretum. Obama hélt til Bretlands í gær- kvöldi, degi fyrr en gert var ráð fyrir í ferðaáætluninni, vegna öskuskýsins frá Grímsvötnum. Í Bretlandi mun hann kynna sam- eiginlegt þjóðaröryggisráð Bret- lands og Bandaríkjanna. Ráðið á að koma saman á nokkurra mánaða fresti til að ræða og deila upplýs- ingum um öryggismál, meðal ann- ars bera saman bækur um málefni Mið-Austurlanda og Afganistans. Á fimmtudag heldur hann til Parísar á árlegan leiðtogafund G8- ríkjanna, en Evrópuferð Banda- ríkjaforseta lýkur svo í Póllandi, þar sem hann verður á föstudag og laugardag og hittir þar meðal ann- ars hóp leiðtoga frá ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is Obama sótti heim gamlar ættarslóðir Bandaríkjaforseta var ákaft fagnað þegar hann fékk sér bjórkollu í smábænum Moneygall á Írlandi í gær. Eldgosið í Grímsvötnum raskar ferðaáætluninni. MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára metnaðarfullt og starfsmiðað meistaranám fyrir stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Námið er skipulagt sem nám samhliða starfi. Kennt er á föstudögum og laugardögum aðra hvora helgi. Markmið námsins er að auðvelda nemendum að skilja betur forsendur á sviði rekstrar og stjórnunar og taka á móti verkefnum framtíðarinnar. Markvisst er stefnt að því að efla nemendur, m.a. með fjölbreyttum kennsluaðferðum, og er kennurum sérstaklega umhugað að nemendur geti fljótt innleitt nýja þekkingu í störfum sínum með því að takast á við raunhæf verkefni. Skoraðu á þig og taktu skrefið! MBA-nám við Háskóla Íslands Kynningarfundur um MBA-nám, miðvikudaginn 25. maí kl. 17:00 á Háskólatorgi, stofu 101. www.mba.is PI PA R\ TB W A \ SÍ A 1 11 41 7 ÍRSKI BJÓRINN SMAKKAÐUR Bandarísku forsetahjónin á krá í smábænum Moneygall á Írlandi. NORDICPHOTOS/AFP MEÐ FORSÆTISRÁÐHERRA ÍRLANDS Obama sveiflar hurling-spaða sem hann fékk að gjöf frá Enda Kenny. FRÉTTABLAÐIÐA/AP SAMFÉLAGSMÁL Framtak Skauta- félagsins Bjarnarins í baráttu gegn munntóbaksnotkun er mikið fagnaðarefni, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands (ÍSÍ). Fréttablaðið fjallaði á dögunum um átak Bjarnarins sem hyggst banna alla notkun tóbaks á leikj- um og æfingum. Verður leikmönnum bannað að nota tóbak á æfingum og áhorf- endum verður ekki hleypt inn með tóbak í vörinni. „Þetta er frábært hjá þeim og flott að fara í þetta,“ segir Líney. „Við höfum verið að vinna að þessu innan ÍSÍ og meðal annars hvatt aðildarfélögin til að sporna við tóbaksnotkun.“ Líney segir að enn fleiri for- varnaverkefni séu í undirbún- ingi og munu senn koma til fram- kvæmda. „Munntóbaksnotkun er eitthvað sem íþróttahreyfingin vill sporna við. Það eru nefnilega margir sem halda að munntóbak sé nánast skaðlaust, sem er alrangt því að þetta er mjög heilsuspillandi og hættulegt.“ - þj Átaki Bjarnarins gegn munntóbaki fagnað: Banninu fagnað innan íþróttahreyfingarinnar ÓSIÐUR Íþróttahreyfingin stendur þétt að baki Bjarnarins í átaki gegn munntóbaks- notkun. SPÁNN, AP Mariano Rajoy, leið- togi Lýðflokksins á Spáni, segir að kjósendur hafi fengið nóg af vinstri stjórn- inni, sem stjórnað hefur landinu á tímum krepp- unnar. Hægri flokk- arnir unnu mikinn sigur í sveitarstjórnar- kosningum á sunnudag. Sósíalistaflokkurinn beið afhroð í kosningunum. Rajoy notaði þó ekki tækifærið til að krefjast þess að þingkosn- ingar verði boðaðar áður en kjör- tímabil núverandi þings rennur út í mars á næsta ári. José Luiz Rodrigues Zapatero, forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins, segir úrslitin verðskulduð vegna kreppunnar, en atvinnuleysi á Spáni er nú 21,3 prósent. Spánverjar kjósa til þings á næsta ári. - gb Vinstri flokkar biðu afhroð: Hægri menn fagna á Spáni FRAKKLAND Flugstjóri Air France vélarinnar sem fórst á leið frá Rio de Janeiro til Parísar fyrir tveimur árum var ekki á sínum stað í stjórnklefa þegar vélin flaug inn í óveður. Frá þessu er greint í þýska tímaritinu Der Spiegel og vitnað til sérfræðings sem hefur heyrt hljóðupptökur úr stjórnklefanum. Flugritar vélarinnar fundust nýlega og má heyra hvernig flug- stjórinn kemur hlaupandi inn í stjórnklefa rétt fyrir hrapið. 228 voru um borð og fórust allir. Flugstjóri Air France: Var staddur í farþegarýminu MARIANO RAJOY MENNTUN Tuttugu skólar, fyrirtæki og stofnanir hafa fengið úthlutað um 65 milljónum króna frá starfs- menntahluta menntaáætlunar Evrópusambandsins. Styrkirnir eru kenndir við Leonardo da Vinci og eru veittir til mannaskiptaverkefna. Fólk í starfsnámi, ungt fólk á atvinnu- markaði og leiðbeinendur eða stjórnendur í fyrirtækjum geta aflað sér starfsþjálfunar í Evrópu. 63 nemendur í starfsnámi og í starfsmenntaskólum hlutu um 28 milljóna króna styrk. Þeir koma úr Borgarholtsskóla, Iðnskólanum í Hafnarfirði, Menntaskólanum í Kópavogi, Myndlistaskólanum í Reykjavík og Tækniskólanum. Í flokknum fólk á vinnumark- aði fengu Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Námsferðir ehf. og Nínukot ehf. tæpar 15 millj- ónir fyrir 35 einstaklinga. 84 leið- beinendur og stjórnendur í ýmsum stofnunum fengu um 22 milljónir króna. Leonardo-áætlunin hefur verið í gildi hér á landi í sextán ár og á þeim tíma hafa 2.800 manns fengið styrk. Þetta var stærsta styrkveit- ingin til þessa. - þeb 180 einstaklingar fengu 65 milljónir króna frá Evrópusambandinu: Milljónastyrkir í starfsnám IÐNSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI Var einn þeirra skóla sem fengu Leonardo-styrk frá Evrópusambandinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.