Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 58

Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 58
52 MORGUNN kaffið. Ég sagði honum hvernig mér hefði liðið um nóttina, og kom okkur saman um, að þetta væri aðsókn. Eftir hádegi kom bróðursonur minn Angantýr Hjörvar Hjálmarsson. Hann er skólastjóri við barnaskólann i Sólgarði í Eyjafirði. Hann hafði oft komið áður og aldrei sótt að mér. Svo að ekki hvarflaði að mér, að neitt væri í fylgd með honum. Enginn annar kom þennan dag. En aðfaranótt hins þriðja októ- ber finn ég sömu áhrifin koma yfir mig, þennan nistingskulda, og get með engu móti sofnað og vaki mestalla nóttina, helköld og illa haldin, dúðuð í peysur, sængur og teppi og með hita á rafmagnsteppinu. Marga klukkutíma lá ég skjálfandi i rúminu. Engar grillur gerði ég mér um að ég væri að veikjast. Ég þóttist vita, að hér væru einhver yfirnáttúrleg öfl að verki. Mér datt i hug að einhver, sem ég þekkti, hefði orðið úti — til þess benti þessi nístingskuldi —- og væri að láta mig vita um sig. Ég held, að líðan mín hafi samt ekki verið alveg eins slæm og fyrri nótt- ina, en hún var afleit, og ekki sofnaði ég fyrr en undir morgun. Morguninn eftir sagði ég Ingimar frá þessu og fannst hon- um þetta einkennilegt. „Það kemur liklega einhver í dag,“ segir hann. „Ég held að Hjörvar frændi komi, og þá er þetta í fylgd með honum,“ segi ég. „Hann hefur nú komið svo oft, og aldrei hefurðu orðið neins vör með honum," sagði Ingimar. Svo leið dagurinn. Engir komu. En um kvöldið kom Hjörvar frændi. Þegar við sátum við kaffið, segi ég: „Þú sækir illa að mér, frændi. Ég svaf sama og ekkert í nótt.“ „Ha?“ segir Hjörvar: „Sæki ég að þér? Hef ég sótt að þér áður?“ „Nei, ekki fyrr en þú komst í sumar. En þá varð ég fyrir sams konar áhrifum og í nótt og þeim öllu verri, að ég tel, því að þá fannst mér ég alveg komin að því að deyja.“ Svo sagði ég honum frá líðan minni þessar tvær nætur. „Guð hjálpi mér. Hvað getur þetta verið? Getur þetta verið sá, sem á lærlegginn, sem fannst í' sumar?“ segir Hjörvar. Nú fór ég að hvá, því að ég kannaðist ekkert við þennan lær-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.