Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 78

Morgunn - 01.06.1971, Blaðsíða 78
72 MOEGUNN hafi hún vitað, að hún myndi, eftir langa hið, finna einhvern, sem ætti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir líf hennar. Hún lýsir því með þessum orðum: „Það var eins og þetta hrytist allt í einu upn úr undirvitundinni, engu líkara en einhver innri rödd fullvissaði mig um það, að enginn þeirra, sem ég þá átti að vinum eða umgekkst, hefði neina þýðingu fyrir framtíð mina, en að ég skyldi biða eftir sambandi, sem yrði mér m jög mikilvægt, og ekki eingöngu að ég yrði að bíða, heldur hlyti ég að bíða mjög lengi.“ Hálffertugur kom svo A frá útlöndum og kynntist B í opinberu samkvæmi í fyrsta sinn. Báðum var þeg- ar ljóst, að þessi kynning var afar mikilvæg fyrir þau bæði, og þareð þau hafa nú verið gift í rúman aldarfjórðung má segja, að samband þetta hafi staðizt próf sitt til hlýtar. Einu eða tveim árum áður en þau kynntust, varð hún fyrir undarlegri reynslu i vakandi ástandi. Hún segir frá því með þessum orðum: „Ég komst allt í einu úr sambandi við umhverfi mitt og virt- ist ég vera á öðrum stað og í öðrum tíma, sem kynni að geta hafa verið Bretland á miðöldum eða eitthvert land í Norður- Evrópu. Eg lá í rúmi og vissi, að ég var að dauða komin. Ég hafði fætt barn, sem ég vissi að ég mundi aldrei fá augum litið. Herbergið var mjög stórt. Að nokkrum hluta var þar moldar- gólf. Rúmið, sem ég lá í, var á upphækkuðum palli nálægt dyrunum. Eg heyrði mikinn ys og mannamál fyrir utan. Ég vissi, að eiginmaður minn var þar og að hann var að leggja af stað í mjög hættulegt ævintýri. Hann var að takast á hendur von- lausa ferð fyrir konung sinn, og fólkið var að hvlla hann. Hann kom inn til þess að kveðja mig og kraup við beð minn, yfir- kominn af harmi. Við vissum bæði, að við mundum ekki sjást aftur í þessu lífi. Aðskilnaðurinn var ákaflega sár, og þegar sýnin hvarf mér, grét ég sáran. Mér fannst ég hafa gengið gegn um þessa hörðu raun í annað sinn. Þegar sýnin hvarf mér, var ég hálfrugluð, þvi ég þekkti engan sem gæti hafa verið þessi maður. Þegar ég seinna fór að hugsa um þetta, fór ég að brjóta heilann um það, hvort það kynni að hafa verið maður, sem ég þekkti þá vel, því að í fyrsta sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.