Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Side 14

Morgunn - 01.12.1980, Side 14
108 MORGUNN ekki eingöngu á Egyptaland, né heldur veitti hún verndandi krafti sínum einungis á þær borgir þar sem hún var tignuð. Geislar hennar skinu einnig bak við fjöll og eyðimerkur. Ljós hennar hressti útlendinga og styrkti jafnvel óvini Egypta- lands. Og ekki var hún eingöngu mannkyninu til blessunar. Undir blessandi geislum hennar blómgaðist öll hin lifandi náttúra. Blóm opnuðu krónur sínar fyrir ljós hennar, fagur- lituð skordýr flögruðu í bjarma hennar; hinir björtu kærleiks- geislar sólarinnar vöktu hvarvetna gleði og frjósemi. Sá skilningur uppljómaði hug Ekn-Atons, að sólin væri ekki einungis tákn dýrðar Guðs og mikilfengleika himneskra afla, heldur einnig lífsuppsprettunnar sjálfrar. Guðdómurinn stjómaði ekki úr logandi vagni á himnum, heldur rann sam- an við alla jörðina, hlúandi að lífi hinna minnstu frjóa mold- arinnar og málandi blómin hinum ólíkustu blæbrigðum. Það var hyldýpi milli hinna köldu steinandlita sem störðu úr órafirð í skuggum musteranna og Guðs Ekn-Atons, sem alls- staðar var nálægur og lífgefandi; veitti vængjum fuglsins styrk og var aflgjafi allra hinna iðandi vera jarðarinnar. Og Ekn-Aton laut í lotningu sannleikanum, sem hann hafði upp- götvað og bauð sjálfan sig sem fórn hinni eilífu, skínandi sól. Sem tákn trúar sinnar valdi Ekn-Aton hið ljómandi andlit Atons, sólkringluna. Ljóma Atons sýndi hann með geislum, sem leituðu í allar áttir frá sólskifunni. Hver geisli endaði i mannlegri hendi, og skildi það tákna hið lifandi afl ljóssins, og stundum var í hendinni kross, crux ansata, tákn lífgjafans. Öll sýndi myndin allsstaðar nálæga hönd Guðs í öllum hlut- um. „Réttu mér hendur þínar,“ hrópaði Ekn-Aton í trúar- hrifningu sinni. Er þessi kærleiksríki maður hafði öðlazt þann innri skilning, að Guð væri líf, ljós og kærleikur, gat hann ekki fundið neinsstaðar í alheiminum neitt rúm fyrir van- þekkingu, hatur og illsku. Sumir Egyptalandsfræðingar eru þeirrar skoðunar, að Ekn- Atoii hafi verið fyrsti maðurinn, sem hafi gert sér grein fyrir Guði sem föður og bræðralagi mannanna. Þegar hann neitaði að senda heri gegn Hiltítum þá færði hann h'ina full-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.