Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Page 41

Morgunn - 01.12.1980, Page 41
ER DAUÐINN DYRÐLEGUR 135 II. Læknirinn á neyðarvaktinni kom að manninum, sem hafði hringt á hjálp, meðvitundarlausum í hægindastól í hótel- herbergi sínu. Heyrnartólið lá suðandi hjá honum, hálsmálið á skyrtunni var rifið og stjörf augun lýstu skelfingu. Þetta var Daniel Gélin, franskur kvikmyndaleikari, 50 ára að aldri. Hinn meðvitundarlausi maður var í skyndi fluttur í Dan- olosjúkrahúsið í Tel Aviv í Israel á gjörgæzludeild. Þar vakn- aði hann til meðvitundar með mikla verki fyrir hjartanu og greindi þá óljóst „hvítklædda veru, sem ég veit nú að var læknir.“ Og hann heldur áfram: „Síðan féll skyndileg svört slæða fyrir augu mér. Dg var látinn, án þess að gera mér strax grein fyrir því.“ Gélin skildi aðeins að hann hafði fengið hjartaáfall. En nú „fann ég, að létt var af mér þeim þunga, sem um hrið virt- ist vera að sprengja á mér brjóstkassann.“ Og jafnframt varð hann allt í einu fær um að virða fyrir sér umhverfið. Og þegar hann var að því „kom eitthvað undarlegt yfir mig. Ég sveif skyndilega um herbergið og barst eins og skuggi að tækinu, sem átti að mæla hjartaslög mín. Mér til skelf- ingar sá ég, að nálin hreyfðist ekki, — hjartað var hætt að slá.“ Þetta gerðist 29. júní 1971. Nú er Daniel 57 ára gamall. III. Hinn 16. september 1964 var svissneski húsameistarinn Stefan von Jankovich farþegi í Alfa Romeo-bifreið á leiðinni til Lugano. Kl. 11.10 mættu þeir hægfara herbílalest, sem stór flutningabíll var að fara fram úr, en þetta var tveggja akreina braut. í lögregluskýrslu segir, að ökumaður flutningabílsins, rosk- inn maður, hafi truflast við framúraksturinn og ekki hafi verið hægt að afstýra árekstri. Jankovich gerði sér á augabragði grein fyrir hinni bráðu lífshættu. Hann hrópaði. Sjónarvottar segja, að um leið og

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.