Morgunn


Morgunn - 01.12.1980, Qupperneq 42

Morgunn - 01.12.1980, Qupperneq 42
136 MORGUNN áreksturinn varð, hafi hann kastast á framrúðuna og siðan út úr bilnum á götuna, þar sem hann lá með 18 beinbrot. Læknirinn sem kom á slysstaðinn nokkrum minútum síðar sannreyndi, að hjartað var hætt að slá. Sjálfur var Jankovich staddur um þrem metrum fyrir ofan slysstaðinn. Skilningarvit hans voru starfandi og minni hans nam allt. „Ég sveif yfir slysstaðnum og sá þar liflausan og stórslasaðan likama minn nákvæmlega í því ástandi, eins og ég sá því síðar lýst í lögregluskýrslunni.“ Hann horfði á hvernig læknirinn opnaði munn hans með smáspaða og reyndi að koma honum til að anda. Síðan sá hann lækninn standa upp og heyrði hann segja með Bern-hreim: „Það er ekkert hægt að gera. Hann er látinn.“ Jankovich fannst „athyglisvert að horfa á þessa hræðilegu sýn, hvernig maður létist eftir bílslys þarna niðri . . . ég sjálfur.“ Og á meðan var hann „laus við geðshræringu, alveg rólegur, við himneska, unaðslega liðan.“ Þessa lýsingu birti Jankovich sjálfur niu árum eftir slysið. Hann er nú 58 ára gamall. IV. Leikarinn og söngvarinn Charles Aznavour lét líða 16 ár áður en hann skýrði frá þvi, sem hann varð fyrir þann 31. ágúst 1956 á þjóðvegi i Frakklandi í námunda við Brignoles. Það var líka slys. „Of seint að víkja, vörubíllinn birtist svo skyndilegá, að við áreksturinn gat ég aðeins gripið krampa- taki um stýrið.“ Hann missti meðvitund, en hafði jafnframt þá skelfilegu tilfinningu að slys hefði orðið. „Ég var gagntekinn sælukennd, sem aðeins jókst við það, að þægilegur ylur fór um líkama minn.“ Hann heyrði einhvern segja: „Guð minn góður! Hann er dáinn!“ Þá varð honum fyrst ljóst, „að það var verið að tala um mig. Einhvern veginn fannst mér sem mér létti óskaplega. Þetta var þá dauðinn, sem við erum svo hrædd við alla okk- ar ævi.“ — Nú er Charles Aznavour 54 ára gamall.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.