Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Page 11

Morgunn - 01.12.1989, Page 11
MORGUNN KENNINGAR SILVER BIRCH arjátningar, bók eða kirkju, heldur Lífsandann mikla og eilíft náttúrulögmál hans. Þannig er það því að meðlimir í hring hans, sem eru sex að tölu, telja þrjá gyðinga og þrjá trúleys- ingja, sem í spíritisma finna ekki mismun kynþátta eða trúar- setninga. Þrír þeirra voru efasemdarmenn um yfirnáttúruleg efni og sá fjórði var meþódistaprestur, sem rétt áður en hann gekk til liðs við hring okkar, hafði yfirgefið meþódistatrúna, því hann gat ekki lengur samþykkt kenningar hennar. Á þessum árum mínum á fundum með Silver Birch hef ég aldrei vitað til þess að hann gleymdi nokkru atriði, þrátt fyrir að við kynnum að gera svo. Og aldrei í einu aukateknu orði hvikar hann frá sjálfskipaðri hugsjón sinni um að kenna mannanna börnum einfaldari og blessunarríkari lífsmáta. Silver Birch segir af sjálfum sér. Þegar ég var spurður að því, fyrir mörgum löngum árum, hvort ég vildi snúa aftur til heims efnisins og finna á jörðunni hóp fólks sem vildi starfa með mér að því að kynna boðskap andans, þá játti ég því eins og margir fleiri, og mér var falið hlutverkið. Mér var sagt að ég þyrfti að leita að og finna starfstæki og tengja mig því þannig að ég gæti komið í gegn um það þeim boðskap sem mér var falið að koma til skila. Ég leitaði því í skrám okkar og fann miðilinn minn. Ég fylgdist með honum frá þeim tíma er hann fór að skilja og frá þeirri stundu sem andinn fór að tjá sig — þó í litlum mæli væri — hóf ég afskipti mín og byrjaði þar og þá það samband sem síðan hefur varað öll þessi ár. Ég hjálpaði til við að móta andann og hinn örlitla huga og í gegnum sérhvert þróunarstig lífs hans fylgdist ég með sérhverri reynslu, lærði hvernig komast mætti í náið samband og ég kynnti mér allan huglægan þroska og líkamlegar venjur hans í æsku. Ég rannsakaði starfstæki mitt frá öllum hliðum — huga, anda og jarðlíkama. 9

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.