Morgunn


Morgunn - 01.12.1989, Page 50

Morgunn - 01.12.1989, Page 50
LEIÐTOGAR BANDAMANNA MORGUNN Franklín D. Roosevelt. Hann ráðgerði að koma á fót stofmm í sálfrœði með starfandi miðlum. sér af. Ég hef það á tilfinningunni að við höfum verndara vegna þess að við þjónum miklum málstað og við munum hafa þennan verndara svo lengi sem við þjónum málstaðnum af trú- mennsku.“ Churchill sagði við annað tækifæri: „Allir munu hafa jafnan rétt á himnum. Pað verður hið eina raunverulega velferðar- ríki.“ Til konu sinnar skrifaði hann; „Dauðinn er aðeins atburður og ekki sá mikilvægasti á þessu tilverustigi.“ Sterk tengsl Churchills við Bandaríkin höfðu án efa mikið að segja í sigri Bandamanna. Móðir hans var bandarísk og hann kynntist forseta Bandaríkjanna náið. Franklín D. Roosevelt vann heimsálitið vegna persónu sinn- ar og hugprýði. Hann tilheyrði Biskupakirkjunni og sótti mik- inn styrk og ró til trúar sinnar. Hann stundaði íþróttir s.s. ís- hokkí, hafnabolta, golf, útreiðar, sund og siglingar. En örlögin gripu í taumana þegar hann var 39 ára gamall. Mænusótt dró máttinn úr fótum hans. Hann fæddist árið 1882 og var átta árum yngri en Winston. Tvisvar sinnum varð Churchill fyrsti lávarður í flotamálaráðu- neytinu. Roosevelt hafði einnig gegnt hæstu stöðu í flotanum. 48

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.