Jazzblaðið - 01.09.1948, Page 12

Jazzblaðið - 01.09.1948, Page 12
Klarinetleikarinn Bermy Goodman Sailin’ Benny Go^dman fæddist í borginni Chicag’o í BandariK, 30. maí 1908. Tíu ára að aldri by. jaði hann að læra á klarinett. Fjórtán ara fór hann að leika með hljómsveitur i sem varð til þess að Ben Pollach réði hann tii sín árið 1926 og var hann þar í þrjú ár. Pollack var með óvenjugóða hljómsveit á þessum árum, og léku auk Benny hjá honum menn eins og Glenn Miller, Ray Bauduck, Red Nichols, Jack og Charlie Teagarden, Eddie Miller og fleiri, Síðan lék Goodman í hinum og þessum útvarpsstöðvum til 1933, en þá stofnaði hann eigin hljómsveit og léku þeir í eitt ár við miklar vinsældir á útvarps- prógrami nokkru er hét „Let’s dance“, og er almennt sagt að með þessari hljómsveit Benny hafi swing orðið til. Árið 1936 var hljómsveitin orðin frægasta hljómsveit Bandaríkjanna, og einhver bezta hljómsveit sem uppi hefur verið. Með Benny voru t. d. Gene Krupa, Jess Stacy, Harry James, Allan Reuss og fleiri úrvals jazzleikarar. Innan hljómsveitar sinnar hefur Good- man oft haft litla hljómsveit t. d. tríó, quartet, quintet og sextet, og hafa hljóm- sveitir þessar mikið leikið inn á plötur. Flestir eru sammála um, að Benny Good- man sé færasti jazzklarinetleikari, sem uppi er. Einnig er hann í röð fremstu klassisku klarinetleikara og hefur komið fram sem einleikari með allmörgum symfóníu hljómsveitum. Leikið með hljómsveit Teddy Wilson á Bru.nswick-plötu-A-81103. Meðfylgjandi sóló Benny af laginu Sailin lék hann með hljómsveit Teddy Wilson og er þetta ein af hans allra beztu sólóum. 12 #azzlUit

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.