Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 9
Breytt heimilUfang. Áskrifendur blaðsins eru vinsamlegast minntir á, að tilkynna afgreiðslunni breyt- ingu á heimilisfangi. Á þetta sérstaklega við um áskrifendur biaðsins í Reykjavík, þar sem ógjörningur hefur reynst að koma blaðinu til þeirra, er flutt hafa og gleymt að tilkynna blaðinu nýtt heimilisfang. Þetta hefti. Eins og sjá má er þetta þriggja mánaða hefti, en ekki tveggja mánaða hefti eins og áður hefur verið. Næsta hefti verður aftur á móti heldur minna en vanalega, þar sem það verður aðeins eins mánaða hefti. Með þessu móti vinnst sá síðufjöldi að mestu upp í október heftinu, sem tapast við það að samcina september við júlí og ágúst heftið. í næsta hefti verður fyrri hluti greinar þeirrar, sem átti að birta í þessu hefti, um Benny Carter, en ekki var hægt nú sökum rúmleysis. Danslagakeppni S.K.T. Úrslitin í danslagakeppni S.K.T. er fyrir löngu kunn og fóru þau öðruvísi en spáð Valdimar Auðunsson. var í síðasta hefti blaðsins. Lag eftir Valdi- mars Auðunsson hlaut fyrstu verðlaun, en hann átti einnig lagið er hlaut fyrstu verð- laun í fyrri keppninni, lag Magnúsar Pét- urssonar varð númer tvö og síðan samban hans Helga Ingimundarsonar númer þrjú. Magnús Pétursson. Þar sem svo langt er umliðið síðan keppn- in fór fram verður hætt við að birta grein þá er til stóð um hana. Myndir af þeim Valdimar og Magnúsi eru hér á síðunni. Aö gefnu tilefni. Mótmæli hafa komið fram frá þeim aðil- um, er báðu Núma að gera textann við lagið „Let him go ... “, því við sögðum í síðasta blaði, að þeir hefðu ekki haft lagið rétt fyrir Núma, svo að textinn hjá honum hafi ekki stemmt af þeim sökum. Þetta mun vera vitleysa, textinn stemmdi við lagið, sem þeir fóru með, en hann stemmdi ekki og stemmir ekki við lagið, sem textinh var gefinn út með!!!, en það mun þó eiga að vera sama lagið??? Tvœr jazzmyndir. Seinni hluta maímánaðar sýndu tvö kvik- myndahús í Reykiavík jazzmyndir. Þó að nokkuð langt sé liðið síðan þykir rétt að birta lítiisháttar umsögn. um þær. „Músikprófessorinn“ hét myndin sem Gamla Bíó sýndi. Gamanleikarinn Danny JazziUié 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.