Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 17
það bil að leg-gja af stað í sigurför sína um heiminn, og magnaðist dag frá degi. Þá sögðu spekingarnir, að þetta væri stríðs- fyrirbrigði, sem orsakaðist af spenntum taugum. Eftir stríðið var ástæðan laus- 'ungin, sem fylgdi í kjölfar þess. Þegar jazzinn var upp á sitt bezta í Chicago á valdatímum Al Capone, varð til hið ágæta orðtak jazz is crime and crime is jazz. Svo var Capone stungið inn, en jazzinn hélt áfram að blómgvast þrátt fyrir það, amerískar hljómsveitir ferðuðust um heiminn, Bechet lék í Moskvu og Whether- ford í Shanghai. Á árunum 1930 til 1940 hélt jazzinn áfram að dafna jafnt og þétt, þrátt fyrir mótmæli frægra manna, en einnig tóku að rísa upp málsmetandi menn, sem gerðust verjendur hans á ýmsan hátt. Þegar Ellington kom í hljómleikaferð til Bretlands 1933, var honum tekið eins og hertoga, Constant Lambei't hljómsveitar- stjórinn ágæti sagði þá við unga, brezka komponista, sem sömdu fyrir 100 manna hljómsveitir, og þótti takast misjafnlega, You ought to be ashamed of yourself, look what Ellington does whith 15, þið ættuð að fyrirverða ykkur, sjáið hvað Ellington gerir með 15 mönnum. Frægir tónlistar- menn í Bandaríkjunum fóru að láta hafa eftir sér ummæli í þá átt að jazzinn væri hreynt ekki svo afleitur. En andstæðingar jazzins þreyttust ekki á að spá honum dauða, og í síðasta stríði var lausung æsku- lýðsins jazzinum að kenna. Það er óþarfi að telja meira upp, jazzinn þefur í sér það lífsmagn, að hann verður ekki kveðinn nið- ur á næstunni með mótmælum einum sam- an. Hitler og co. bönnuðu hann á sínum tíma, en þegar innrásin var gerð á megin- landið 1944, var útvarpað Fats Waller músik yfir innrásarflotann, enda heppnað- ist hún vel, að því talið er, en Hitler er úr sögunni. Nýlega heyrði ég þýzka jamsession í út- varpinu, og þar skeði margt skemmtilegt, og þar var góður bop pianisti að nafni Max Reger, og kvenmaður frá Leipzig spilaði boogie. Sem sagt, jazzinn er við hestaheilsu um allan heim, og nú er búið að stofna hér jazzMúbb. Það var látið á þrykk út ganga fyrir nokkrum mánuðum, að ég ætlaði að flytja hér erindi um erlenda jazzklúbba. Sannast að segja er þekking mín á erlendum jazz- klúbbum ákaflega takmörkuð, næstum núll, ég hef aðeins einu sinni komið í einn slík- an, það var í London í hittifyrra. Þá mun- aði minnstu að mér yrði varpað á dyr með full musik, af því að ég í fáfræði minni dyrfðist að halda því fram við einn með- limanna, að Kenny Baker væri góður tromp- etleikari, og einnig hefði ég gaman af Dizzy. Þetta var nefnilega Dixiland klúbb- ur, sem viðurkenndi ekkert af því, sem skeð hefur í jazzheiminum eftir 1925. Louis kallinn Armstrong var þarna just another trompetist. Mér datt það snjallræði í hug, að segja að ég hefði heyrt ágætar King Oliver plötur, og hlaut að launum smá- fyrirgefningu og leyfi til að dveljast á staðnum. Þarna var danjað, það var mest æskufólk og sá ekki vín á nokkrum manni eins og vera ber, skemmtið ykkur án á- fengis, S.G.T., og bandið sem lék var í sjálfu sér ekki svo afleitt, en svo fárán- lega konservativt, að kontrabassaleikarinn hafði til dæmis ekki nema þrjá strengi á bassanum. Nú má víst ná góðum árangri með þremur strengjum, en mig grunar að bassistinn hafi einhvern tíma heyrt sögu- sagnir af því, að einhver ágætur kontra- bassisti í New Orleans hafi á sínum tíma notað þrjá strengi. Negrinn var auðvitað blankur og átti ekki fyrir f.jórða strengn- um. En á þessum stað voru það lög, sem skeð hafði í New Orleans um aldamótin. Þarna voru til sölu jazzblöð og keypti ég nokkur í fátækt minni. En þegar ég fór að lesa þau, kom í ljós, að þar var næsta gatzífaíif 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.