Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 22
til að einleikarinn fengi tækifæri til að aýna hvað hann gæti, en hann er samt í stöðugri framför. ,,Rubato“ — chorus í sólólagi Magnúsar Péturssonar, „I surrender dear“, var prýði- lega leikinn og" þar á M. P. heima. Guð- mundur trommuleikari og Jón bassi léku með Magnúsi áframhaldið, sem var í „jump- tempó“, en þar var leikur Magnúsar nokk- uð harður. Þá bættist Gunnar Ormslev í hópinn með „Deep Purple“. Tónninn hjá honum var nokkuð hrjúfur í byrjun. „Breakið11 hjá honum og bassanum út í jump-tempóið og einnig í endirnum gerðu góð blæbrigði. — Aukalagið „How high the motJn“ fékk góða byrjun hjá Gunnari, bæði tónn og fraser- ing var falleg. En í öðrum chorus slapp gamli „ragtime“-púkinn inn hjá Magnúsi og gerði það að verkum að áframhaldið varð bæði óákveðið og hljómlaust. Enn bættist við og nú Jón Sig. trompetleikari og Gunnar Egilson með klarinetið. Lagið, sem leikið var, hét „As long as I live“ með Gunnari Egils sem einleikara. Þetta var nú til að hæðast að hlutunum. Gunnar átti minnst í laginu af framlínunni. Hann lék þarna Goodman-stælingu, fram úr hófi and- lausa. Jón og Ormslev áttu báðir miklu betri sólóar. Jafn andlaus stæling var auka- lagið „Out of nowhere". Nú kom Björn inn og Gunnar Egils út og lék hljómsveitin þannig skipuð „Sid’s bounce“. Björn hefur verið með lag þetta áður á hljómleikum, það var mjög vel leik- ið nú. Smekklegar sólóar og eins góður samleikur hjá hljómsveitinni. Útsetning'in af laginu bar af og mætti Björn hafa meira af slíku. Nú léku þeir aftur átta og var það „East of the sun“. Lagið var nokkuð langdregið og of mikið um of-útsett hljóm- sveitarsamspil og of litið um sólóar. „Blue Acara“ var sæmilega vel leikið, þó að fyrsti altó væri ekki alveg með á nót- unum, og sólóin hjá honum væri út í loftið, en hann var reyndar utangátta allt kvöldið. í „Sloppy Joe“ átti Björn sína beztu sóló. Anægjulegt var að heyra hvað Guðmundur lyfti undir hljómsveitina með sínum takt- fasta rhythmaleik. Dixieland útsetningin á „Royal Garden Blues“ var hvorki fugl né fiskur, en í „Muskat Rarnble" brá hins vegar.fyrir hin- um létta Dixielandleik hljómsveitar Björns, sem lék í Listamannaskálanum 1945—1946. Ormslev vár ágætur, en Jón trompetleikari flækti bop-fraseringum inn á milli, en slíkt á ekki við í Dixieland útsetningu. Dægurlagið „If“, sungið af Birni, var næst. Þá tók við „Perdidio", en þar var fyrsti altó ekki heldur með og „andi Park- ers ekki nálægur“. I þessu lagi og öðru fylr á hljómleikunum lék Björn ekki með, hefði hann átt að athuga að velja útsetn- ingar þar sem trombón-rödd var með. Næst gat að heyra lítið laglegt lag eftir Steve Race, „Quintessence“. Hljómsveitin íék lagið mjög vel, mjög veikt miðað við það, sem á undan var komið. Þarna átti Ormslev prýðilega sóló, líklega bezta sólóin hans þetta kvöldið. „Quite please“, ágæt- lega útsett lag eftir Sy Oliver, byggt upp sem trommusóló. Þetta virtist vera há- punktur hljómleikanna, því það varð að endurtaka lagið. Lófatakið gaf til kynna, að hlustendur vildu fá meira af svo góðu, svo að hljómsveitin lék „Tea for two“. Guð- mundur R. Einarsson á miklum vinsældum að fagna, enda lék hann sinn part með ágætum, þó hann fari nokkuð oft út fyrir takmörkin hvað hávaða í sólóum snertir. Að endingu söng kvartett úr hljómsveit- inni dægurlagið „Good luck“ good health, Good bless you“. Það sem mest háði hljómleikum þessum var hið fljótfærnislega val útsetninga fyrir stóru hljómsveitina. Þær eru gripnar sitt úr hvorri áttinni, stíllinn varla eins a Framh. á bls. 23,

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.