Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 23

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 23
Nýir íslenzkir danslagatextar Eftir Erling Ágústsson ENDURMINNING (Lag: My heart cries for you). Aldrei gleymast mér augun þín yndisblá að þú elskir mig er min von og þrá. Eg man þig ætíð síðan ég fyrst þig sá, þín æskuminning fyllir mitt hjarta þrá, þvi langt er síðan gengum við hlið við hlið, ég hef ei síðan fundið neinn frið. Aldrei gleymast mér o. s. frv. Ég syrgi þig svo sárt, þegar vorið hlær, þá finn ég bezt hvað minning þín er mér kær; um stjörnubjartar nætur, er máninn skín ég svíf i mínum draumum til þin. Aldrei gleymast mér o. s. frv. Ég býð þín þegar blómanna ylmur dvin og bið þess að þú komir nú senn til mín, við skulum ganga saman um lifsins stig, mitt sjúka hjarta tilbiður þig. Aldrei gleymast mér o. s. frv. KVEÐJULJÓÐ (Lag: Is it too late!) Þgar um loftið svífur söngfugla sveit sendi ég kveðjuljóð til þín. Mörg sumarkvöldin man ég faðmlög þín heit mannstu ekki kveðjuorðin mín? Þegar svo húmið hylur laufgrófin lund liggur mín leið um farinn veg, þá munum við eiga saman yndælan endurfund, ástin min, þú og ég. SÓLSKINIÐ SINDRAR (Lag: Beloved he faithful) Er sólskinið sindrar urn heiðloftin blá, hve sælt væri að svífa á vængjum þá. Og blómanna ilmur þá angar um geim. Þá er allt svo fagurt um gjörvallan heim. Þegar kvölda fer, máninn lýsir mér, mildur blærinn andar hljótt Stjörnurnar brosa inn um gluggann minn, og ég býð þeim góða nótt. Hve sælt er að lifa á líðandi stund, við lúfustu minningar fell ég í blund. EG ELSKA ÞIG (Lag: The man I love). Er leikur Ijúfur blær um loftin blá, þín minning er mér kær eg man þig þá. Eg ætíð unni þér, og ást til þin í brjósti ber. Ég leik mín ástarljóð um liðna stund. Og svíf á forna sló# svo létt i lund, því ást mín heit og hrein, er helguð þér — ég ann þér ein. Þegar húmið hylur voga, hugur minn flýgur heim til þín. Ljúft er þá aðlifa og dreyma liðnar stundir, þegar þú komst til min. Eitt kyrrlátt sumarkvöld, ég kem til þin. Því ástin á öll völd, er máninn skín. Og þá einn áttu mig, þú ert mér allt, ég elska þig. Hljómsv. B. R. E. Framh. af bls. 22. tveimur útsetningum. „Memories of you", „Sid’s bounce“, „Surrender dear“ og Deep purple“ voru boðleg- á hljómleika. Allt ann- að er þarna var borið fram var ósmekk- lega valið og eins og fyrr getur fljótfærnis- lega, má slíkt þykja merkilegt, þar sem Björn hefur fram að þessu verið talinn fær um að velja lög fyrir hljómsveit sína, þegar hún hefur komið fram á hljómleikum. Oddur. ^axxLtaSit 23

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.