Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 24

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 24
INNLENT fréttayfirlit síö- ustu mánaða. — Við það, að Björn R. Einarsson hætti með hljómsveit sína í Breiðfirö- ingabúð síðast í maí hafa orð- lð nokkur skipti 1 hljómsveit- um bæjarins. Björn byrjaði með þeim Gunnari Ormslev, Vilhj. Guðjónssyni, Guðmundi R., Jónunum tveimur, Magnúsi P. og Gunnari Egilson, sem hætti hjá Billich en þangað kom Guðmundur Vilbergsson með trompet og harmoniku. — Guðmundur Finnbjörnsson, er annars var í átta manna hljómsveit Björns, fór í Breið- íirðingabúð í hljómsveit Svav- ars Gests, en þar eru einnig þeir Grettir Björnss. og Stein- þór Steingrimsson. — í stað Guðm. Finnbjörnssonar, sem leikið hafði um skeið í hljóm- sveit Braga Hlíðberg kom Bragi Einarsson með klarinet og tenór-saxófón, en Bragi er í mikilli framför sem tenór- isti. Björn lék með átta manna hljómsveit sinni í stuttan tíma í Listamannaskálanum, en hætti þar um miðjan júni og tók Þórarinn Óskarsson við af honum aítur, en ekki var Þór- arinn búinn að raöa endanlega niður í hljómsveitina fyrir haustið, þegar þetta er ritað. — Hljómsveit Kristjáns Krist- jánssonar lék í útvarpið á Sjó- mannadaginn og sungu þau Haukur Morthens og Sigrún Jónsdóttir með hljómsveitinni. — 17. júní léku fjórar hljóm- sveitir fyrir dansinum hér í Reykjavík. Hljómsveit Aage Lorange, Björns R. Einarsson- ar og Kristjáns Kristjánsson- ar léku fyrir nýju dönsunum og hljómsveit, sem Svavar Gests hafði sett saman lék fyrir gömlu dönsunum. — Út- varpað var frá öllum hljóm- svéitunum og söng Haukur með K. K. og Lorange og Sól- veig Thorarensen söng einn- ig með Lorange hljómsveitinni. — Sólveig hefur sungið tals- vert með hljómsveitum í sum- ar, en þrátt fyrir það er ekki hægt að segja annað gott um söng hennar en það, að henni tekst bezt í „jump“ lögum, þar sem hún getur hamast af sem mestum krafti. En ekki er að vita nema úr henni ræt- ist. — Kvöldstjörnur nefna fjórar ungar stúlkur sig, sem dálítið hafa gert að því, að syngja undanfarið. Hafi þær fengið einhvern til að segja sér til, æfa raddir og annað álíka nauðsynlegt, þá hefur sá góði maður staðið sig illa. — Hafi þær hiiis vegar ekki gert slikt, ættu þær að athuga að syngja ekki mikið opinberlega fyrr en slíku hefur verið kippt í lag. Anars hafa þær prýði- legar raddir hver fyrir sig. — Hljómleikar F.Í.H. voru haldn- ir seint í maí og má nánar sjá um þá á bls. 8. — Lúðrasveit undir stjórn Kristjáns Krist- jánssonar lék á Verzlunar- mannahátíðinni og þótti henni takast sérstaklega vel upp. — Karl Jónatansson, sem leikið hefur í Keflavík síðan í fyrrahaust, fór til Akureyrar nú í sumar, þar sem hann hefur stjórnað hljómsveitinni að Hótel Norðurlandi. — Þeir Guðjón Pálsson og Rútur Hannesson hafa leikið 1 Sam- komuhúsi Vestmannaeyja í sumar. Guðjón var með hljóm- sveitina þar, en auk þeirra voru i henni ungur og efnilegur trommuleikari, Sigurður Þór- arinsson að nafni, og guitar- leikarinn Haraldur Baldurs- son, sem einu sinni var í H.G. sextettinum. — Fimmti mað- urinn hefur bæzt i hljómsveit Borgarness og er það guitar- leikari að nafni Hreinn Hall- dórsson. Hljómsveitin er hin skemmtilegasta á að hlýða er blaðinu tjáð, og í stöðugri framför, enda fylgjast þeir fé- lagar vel með músíklífinu. — Árni ísleifsson hefur leikið í hljómsveit Braga Hlíðberg á meðan Guðjón Pálsson hefur verið í Eyjum. Hljómsveitin fór út á land í sumar ásamt Hauk Morthens og héldu dans- leiki viða, við hinar beztu und- irtektir. — Bjami Böðvarsson fór einnig á dansleikjaferð út á land með fimm manna hljómsveit og 2 söngvurum. — Björn R. Einarsson og hljómsveit hans hafa haldið dansleiki víða í nágranna bæj- unum og fengið góða aðsókn. í júlí fóru þeir til Vestfjarða og héldu víða dansleiki alls- staðar við mjög góðar undir- tektir. Á ísafirði héldu þeir jazzhljómleika og eru þetta fyrstu sjálfstæðu hljómleikar einnar hljómsveitar. Um miðj- an ágúst fór hljómsveitin í ferð norður og austur. Björn hefur gert talsvert að því, að syngja ipeð hljómsveitinni undanfarið og hefur honum farið mjög mikið fram frá því að maður heyrði í honum „í- gamla-daga“. — Seinni hluta sumarsins hafa verið „restra- sjónir" í Sjálfstæðishúsinu og hafa aðeins leikið fjórir af hljómsveitinni. Hljómsv. átti fimm ára afmæli i Sjálfstæð- ishúsinu fyrr á sumrinu. — Stefán Þorleifsson er hættur í hljómsveit Óskars Cortes í Ingólfs-café og kom Adólf Theódórsson í staðinn fyrír hann, en gagnstæð skipti áttu sér einmitt stað í sömu hljóm- sveit fyrir tæpu ári. — Nokkr- ir yngri meðlíma F. í. H. hafa æft knattspyrnu í frítímum sinum í sumar og háð leiki 24 JazdUd

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.