Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 25

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 25
við nokkur starfsmannafélög, tapað sumum en unnið aðra. — Ötulustu og áhugasömustu menn liðsins hafa verið trommuleikararnir Karl Karls- son og Kristinn Vilhelmsson. Þess má geta til gamans, að þegar ein keppnin fór fram, léku sex trommuleikarar 1 liöi F. X. H. — Fimmtán manna hljómsveit F. í. H. hefur ekk- ert œft i sumar, en tekur að öðru óbreyttu upp æfingar í haust. — Hljómsveit Björns R. Einarssonar mun senilega halda hljómleika í Reykjavik í september. ERLENT fréttayfirlit síðustu mánaöa. Eins og giskað var á í síðasta blaði, náði Duke Ell- ington í góða menn við brott- för þeirra Johnny Hodges, Sonny Green og Lawrence Brown, en hann fékk altó- saxófónleikarann Willie Smith, trombónleikarinn Juan Tizol og trommuleikarann Ijouie Bellson, en þeir léku allir hjá Harry James. Þeir Smith og Tizol eru negrar og var sá síðarnefndi lengi vel hjá Duke áður fyrr. Bellson er hinsvegar fyrsti hvíti maðurinninn, sem leikur með Duke. Hljómsveit- in hefur tekið talsverðum stakkaskiptum við komu þess- ara manna, sérstaklega hefur þó Bellson sett nýjan svip á hana, en áður var rhythmi hljómsveitarinnar með trommu leikaranum Sonny Greer sem aðalmanni, alltaf þunglama- legur. — Count Basie hefur stækkað hljómsvit sína, og eins hefur Charlie Barnet ný- lega stofnað stóra hljómsveit. — Hljómsveit sú, er klarinet- leikarinn Buddy DeFranco stofnaði í vor hefur fengið góða dóma. Þetta er í fyrsta sinn, sem Buddy er með stóra hljómsveit. — Dizzy Gillespie hefur nýlega stofnað eigið plötufyrirtæki og leikið inn á nokkrar plötur, sem gagnrýn- endur hafa sagt mjög góðar og fyrir bragðið er Dizzy á leiðinni upp aftur, en eins og kunnugt er, stóð hann uppi hljómsveitarlaus, og ef svo má segja, einn og yfirgefinn fyrir nokkrum mánuðum. — Sidney Catlett, hinn heimsfrægi og snjalli ti-ommuleikari, er und- anfarin ár hefur leikið með Myndin hér að ofan er af ein- um efnilegasta dægurlaga- söngvara Bandarikjanna. — Heitir hann Gary Crosby og er sonur Bing Crosby. Fór hann að syngja opinberlega fyrir nokkrum mánuöum og hefur þegar getiö sér heims- frægðar og virðist allt benda til þess, að hann ætli að feta í fótspor föður síns. — Hann er aðeins 17 ára gamall. Louis Armstrong, lézt í New York snemma í sumar. Hann hafði verið heilsutæpur síðustu mánuði. Með Catlett er horf- inn af sviðinu einn fremsti og fjölhæfasti trommuleikari jazzins. — Annar trommuleik- ari lézt einnig í sumar, var það Harold „Doc“ West, sem aðal- lega hafði leikið með Be-bop hljómsveitum. Meðal jazzunn- enda hér var hann ekki eins þekktur og Catlett. Hann lézt af hjartaslagi 36 ára gamall. — Les Brown er nú með ein- hverja beztu stóru jazzhljóm- sveitina í Bandaríkjunum. Hún ferðaðist um Evrópu i sumar og lék á hernámssvæði Bandaríkjanna í Berlín og víðar. „Longplaying" plata er nkomin út hjá Columbia með beztu jazzlögum hljómsveitar- innar. — Gene Krupa hljóm- sveitin leikur mikið í sjónvarp og leikur Krupa þar stærsta hlutverkið sem trommueinleik- ari,— Þau Feggi Lee, söngkona og Dave Barbour hljómsveit- arstjóri eru nýlega skilin, sama er I undirbúningi hjá söngkon- unni Elly Fitzgerald og bassa- leikaranum Ray Brown — Elns hefur Pete Rugolo hinn þekkti útsetjari Stan Kenton hljóm- sveitarinnar sagt skilið við sina frú til að geta gifzt kvik- myndaleikkonunni Betty Hutt- on. Og fyrst við erum farnir að tala um giftingar, þá er Artie Shaw sagður vera á leiðinni að krækja sér í þá sjöundu, en það er nú kannski fyrirgefanlegt, því hann hefur lagt músikina alveg á hilluna (í bili?) og er orðinn rithöf- undur. — Fregnir frá júlí herma, að Benny Goodman hafi verið með kvintett og hafi vibrafónleikarinn Terry Gibbs verði einn hinna fimm. — Leonard Feather hinn kunni jazz-gagnrýnandi hefur fyrir nokkru verið ráðinn sem einn af ritstjórum Down Beat og hefur blaðið strax tekið breyt- ingum til hins betra. Feather var nýlega á ferð i Evrópu, þar sem hann kynnti sér jazz- líf í hinum ýmsu löndum. Síðustu fréttir. INNLENT Hljóðfæraleikararnir Eyþór Þorláksson, guitar- og bassa- leikari, og Guömundur Stein- grímsson, trommuleikari, eru fyrir nokkru farnir af landi burt og hyggjast leita sér at- vinnu við hljóðfæraleik er- lendis. Jan Morávek er fyrir nokkru hættur hljómsveitarstjórn i Tívoli og tók Baldur Kristjáns- son píanóleikari við. — Með Baldri verða í vetur Vilhjálm- ur Guðjónsson, Sveinn Ólafs- son og Gunnar Sveinsson. — Ekki var ákveðið með fimmta manninn, þegai' blaðið fór í prentun. — Morávek leikur hvergi i hljómsveit eins og er og eru litlar líkur fyrir að hann fái atvinnu þar sem at- vinnuleysi er nokkúð meðai hérlendra og félagsbundinna hljóðfæraleikara. Skafta Sigþórssyni var fyrir nokkru sagt upp í Sjálfstæðis- húsinu og leika nú aðeins 5 í hljómsveitinni. ERLENT. Ray Wetzel hinn kunni trompetleikari, sem leikið hafði m. a. með Stan Kenton og Woody Herman dó nýlega í bílslysi aðeins 27 áragamall. Hot Lips Fage trompetleikari og Josh White bluessöngvari hafa verið í Svíþjóð undan- farnar vikur. $aidUié 25

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.