Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 18
lítill fróðleikur um jazz, efnið var að mestu leyti æfintýri frá New Orleans, og skamm- ir um aðra jazzklúbba, stefnu þeirra og skoðanir, og sannað var með óyggjandi rök- um, að ýmsir jazzleikarar, sem ég hafði hingað til talið í fyrsta flokki, vissu ekki meira um jazz en Gene Autry. Ég mundi þá eftir nokkrum Bretum, sem ég kynntist hér á stríðsárunum. Þeir vildu helzt ekki heyra neitt annað en það sem leikið var Chicago á árunum 1926 til 1930, N. B. af hvítum jazzleikurum. Þessir vin- ir mínir hafa nú vafalaust gengið í félag, sem hefur það boðorð efst á stefnuskrá sinni, að berjast fyrir Chicago-jazz, en gegn öllu öðru. Svo eyða þeir sínum síðasta eyri til að skamma aðdáendur Count Basie og Charlie Parker. Ég geri ráð fyrir að í Bretlandi séu nú starfandi nokkur hundruð jazzklúbbar, sem vinna mikið og gott starf í þágu jazzins, en mikið af starfsorku þeirra fer til hemaðar, þeir standa í stöð- ugu stríði sín á milii, alltaf að berjast fyrir Bunk Johnson á móti Armstrong, fyrir Benny Goodman á móti Pee Wee Russel, fyrir Herman á móti Kenton, fyrir Muggsie Spanier^á móti Gillespie. Sumir berjast fyrir litlum hljómsveitum á móti stórum, það er álíka tamt. Nú vill svo til, að enda þótt jazzinn sé fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum, þá voru það ekki Bandaríkjamenn, sem fyrst- ir tóku að tala og rita í alvöru um þessi mál, heldur Evrópumenn. Meðal hinna fyrstu má eflaust telja Belgann Panna- ssie og Frakkann Delaney. Þeir voru löng- um miklir mátar og hafa báðir lagt margt gott til málanna, þó eflaust megi lengi deila um ýmsar fullyrðingar þeirra. Svo kemur be-boppið. Delaney viðurkennir það, Pannasie ekki, mér er sagt að þeir séu hættir að talast við. Hafi þeir hitzt á jazz- hátíðinni í París í sumar, hafa þeir í mesta lagi tekið ofan og bukkað, en tæplega meir. Sidney Bechet og' Charlie Parker hafa vafalaust rabbað þar saman i mesta bróð- erni yfir kaffibolla. Ástandið á meginland- inu virðist sem sé svipað og í Bretlandi og ég sé ekki betur en í Bandaríkjunum verði hið sama uppi á teningnum. Ég átti einu. sinni Esquire jazzbók. Þar voru birt úr- slit í skoðanakönnun, sem fram hafði far- ið meðal þekktra jazzfrömuða, ritstjóra tímarita, blaða og svo framvegis. Þeir voru látnir velja uppáhalds jazzleikara sína, hljómsveitir og plötur. Ég man að einn þeirra átti engan uppáhalds saxófónleik- ara, því hann taldi saxófón ekki meðal jazz- hljóðfæra, trompetleikarinn hans var dáinn, sömuleiðis klarinetleikarinn, hann valdi af- gamlan banjoleikara, píanista og bassista, sem vísast er að hafi aldrei átt nema fyrir tveimur strengjum, en hann átti enga upp- áhaldsplötu, því að hann taldi að ekki hefði verið leikinn jazz eftir að grammofónninn var fundinn upp. Hvaða álit þessi maðui' hefur á hljómsveit Kentons, er ekki gott að vita. Já, þetta er nú ljóta ástandið munið þið segja, endar þetta ekki með heimsstyrjöld. Væri ekki bezt að láta Öryggisráðið sker- ast í leikinn og banna alla jazzklúbba. Svo alvarlegt er það nú ekki, menn hafa alltaf verið að rífast um músik og svo mun enn verða, ég held að þessi hamagangur í jazzspekingum sýni bara, að menn telji hann einhvers virði, menn láta ekki svona út af engu. En ég tel að það sé ekki rétt að eyða mikilli orku í flokkadrætti í jazz- heiminum, við eigum að hlusta án fordóma á allan góðan jazz, gamlan og nýjan og' rökræða með hátíðlegri stillingu, menn hafa auðvitað sínar skoðanir, en við skulum vai'- ast alla sérvisku. Ég er nefnilega ekki á sömu skoðun og maðurinn, sem sagði blues is blues and bop is bop and never the tvain shall meet. Ég álít, að allur hinn dásam- legi jazz, sein við heyrum í dag, sé aí sömu rótum runninn, margvíslegar greinar 18 ^azzhfaíit

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.