Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 8
ÁTVR lokar vínbúð í Spönginni Morgunblaðið/Kristinn ÁTVR hefur ákveðið að loka Vín- búðinni í Spönginni í Grafarvogi í Reykjavík og tekur lokunin gildi frá og með 19. janúar. Allir fast- ráðnir starfsmenn munu flytjast yf- ir í aðrar verslanir. Fleiri lokanir eru ekki áformaðar. Meginástæða þess að Vínbúðinni í Spönginni er lokað er að rekstur hennar hefur verið undir vænt- ingum síðustu árin, segir á vef ÁTVR. Leigusamningur um hús- næðið rann út um áramótin og var ákveðið að framlengja hann ekki. Húsnæðið hafi verið óhentugt og leitað verði eftir hentugra húsnæði á svæðinu þegar aðstæður leyfa. sisi@mbl.is 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ALLIR 12 sjúklingarnir af hjúkrunardeildinni Seli við Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA) hafa nú verið fluttir á öldrunardeild stofnunarinnar í Kristnesi, 10 km sunnan Akureyrar. Nokkrir fóru þangað í fyrradag og þeir síðustu í gær, sumir með tárin í augunum, að sögn starfs- manna. Forráðamenn FSA tilkynntu um fyrirhug- aðar breytingar í lok nóvember og var þeim þá mótmælt, bæði af starfsfólki og aðstendendum sjúklinga. Talið er að 100 milljónir króna sparist með því að færa fólkið á Kristnes en að sögn for- stjóra FSA á sínum tíma tengjast breyting- arnar ekki þeim niðurskurði í heilbrigðiskerf- inu sem rætt er um þessa dagana, heldur benti hann á að í framtíðarsýn spítalans væri gert ráð fyrir því að hjúkrunardeildir yrðu ekki reknar í húsnæði stofnunarinnar á Akureyri. Flest herbergi höfðu verið tæmd þegar blaðamaður kom við í Seli í gær, en persónu- legir munir nokkurra sjúklinga voru enn á staðnum. Dætur eins þeirra, sem voru að sækja eigur föður síns, sögðust hryggar. Ljóst væri að heimsóknir til gamla mannsins yrðu öðruvísi en áður; hingað til hefði sú sem býr á Akureyri gjarnan komið við í Seli á leið heim úr vinnu, en nú yrði meira mál að fara í heim- sókn. Þá hefði verið mikill kostur hve Sel væri lítið, andrúmsloftið heimilislegt og starfsfólkið yndislegt. Ekki væri verið að kasta rýrð á starfsfólk í Kristnesi með gagnrýninni á breyt- ingarnar heldur „nauðungarflutninga“ og að hver og einn fengi ekki sérherbergi. Fólkið virtist þó æðrulaust og segðist verða að taka því sem að höndum bæri. Margir sjúklinganna voru kvíðnir, að sögn starfsmanns sem blaða- maður ræddi við. Sumir kvöddu með tárin í augunum  Sjúklingarnir tólf eru farnir af Seli inn á Kristnes, þrír verða áfram í einbýli  Hundrað millj- ónir króna sparast vegna breytinganna  Ný geðdeild FSA tekur til starfa í Seli næsta haust Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tómlegt Persónulegir munir sumra sjúklinga voru enn á Seli í gær en flest herbergin voru tóm. Í HNOTSKURN »Ráðgert er að nota húsnæðið í Seli,sem er á lóð FSA, fyrir nýja og sameinaða göngudeild og dagdeild geðdeildar stofnunarinnar sem taka á til starfa í haust »Allir sjúklingarnir voru í einbýli áSeli, þrír fá sambærilega aðstöðu í Kristnesi. »Tólf af rúmlega 30 starfsmönnum íSeli hafa fengið vinnu í Kristnesi, nokkrir á dvalarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri, nokkrir fara á aðrar deildir FSA en fáeinir starfsmenn hafa ekki enn fengið aðra vinnu. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLIT gerði í gærmorgun húsleit í höfuðstöðvum fjarskiptafyrirtækjanna Teymis, Tals og Vodafone. Samkvæmt upp- lýsingum frá Samkeppniseftirlitinu var leitin liður í rannsókn á því hvort brotið hefði verið gegn skilyrðum sem sett voru fyrir sameiningu Hive og Sko, sem nú starfa undir merkj- um Tals. Skilyrðin miðuðu að því að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði Tals og að full og óskoruð samkeppni ríkti á milli m.a. Tals og Vodafone, sem er í eigu Teymis. Þá miðar rannsóknin einnig að því að kanna hvort Tal og Vodafone hafi haft með sér samráð á markaði. Í dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Sam- keppniseftirlitið hafi grun um að Teymi hafi ætlað að reka Tal í þrot með ólöglegum hætti til að tak- marka samkeppni á markaði. Auk þess taldi eftirlitið að grunur léki á því að lög hefðu verið brotin við gerð þjónustusamnings milli Vodafone og Tals sem gerður var í fyrra. Þórdís Sigurðardóttir, stjórn- arformaður Teymis, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem því er vísað á bug að fyrirtækið hafi brotið sam- keppnislög. Til staðfestingar þess, að Teymi hafi ekki viljað keyra Tal í þrot, segir Þórdís í tilkynningu að Teymi hafi lagt umtalsverða fjár- muni inn í Tal í október í fyrra til þess að bjarga félaginu. Þetta hefði í raun bjargað félaginu. Þá er því enn fremur hafnað að ekki hafi verið farið eftir þjónustu- samningi sem væri í gildi milli Tals og Vodafone. Byggist samningurinn meðal annars á afnotum Tals af fjar- skiptakerfi Vodafone, þar sem Tal á ekki slíkt kerfi. „Þeir sérfræðingar sem Teymi leitaði til fyrir undirritun samningsins töldu ótvírætt, að samningurinn samræmdist fyllilega þeim skilyrðum sem Samkeppniseft- irlitið setti samrunanum. Stjórn Teymis tekur undir þá skoðun, enda var málið kannað ítarlega áður en umræddur samningur var gerður,“ segir Þórdís í tilkynningu. Forsvarsmenn Vodafone fögnuðu aðgerðunum og sögðu virka sam- keppni á fjarskiptamarkaði vera grundvallarforsendu í rekstri Voda- fone. „Án slíkrar samkeppni væri fyrirtækið ekki til og rannsókn Sam- keppniseftirlitsins mun staðfesta að fjarskiptafyrirtækin á Íslandi eiga í harðri samkeppni,“ sagði í tilkynn- ingu frá Vodafone vegna húsleit- arinnar. Kveikja rannsóknar eft- irlitsins var kvörtun Símans vegna gruns um að þjónustusamningur Tals og Vodafone fæli í sér lögbrot. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málin rædd Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, sést hér í viðtali við RÚV-sjónvarp í gærmorgun, skömmu eftir húsleit Samkeppniseftirlitsins. Rannsaka meint samráð  Samkeppniseftirlitið gerði húsleit í höfuðstöðvum Teymis, Tals og Vodafone  Ekkert ólöglegt við starfsemina segja forsvarsmenn Teymis og Vodafone RANNSÓKN á láti 38 ára karl- manns í sumarbústað í Grímsnesi aðfaranótt 8. nóvember sl. er á lokastigum. Málið verður að öllum líkindum sent ríkissaksóknara fyrir lok mánaðarins. Ákæra verður gef- in út í kjölfarið en óvíst er hversu margir verða ákærðir. Einn karl- maður situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og þrír einstaklingar eru í farbanni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi leikur grunur á að maðurinn sem sætir varðhaldi hafi veitt hinum látna áverka sem leiddu til dauða hans. Sá hefur ját- að að hafa átt í átökum við hinn látna en neitar að öðru leyti sök. Aðrir sem að málinu komu kynnu að verða ákærðir fyrir brot á 221. gr. almennra hegningarlaga. Þar segir: „Láti maður farast að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það [...] fangelsi allt að 2 ár- um.“ andri@mbl.is Rannsókn manndráps á lokastigum Hvað leiddi til húsleitar Samkeppniseftirlitsins? Haft var eftir Þórdísi Sigurðardóttur, stjórnarformanni Teymis, í fjölmiðlum að Tali væri óheimilt að ganga til samninga við önnur fyrirtæki en Vodafone í fimm ár. Þetta töldu for- svarsmenn Símans fara gegn sam- keppnislögum og kærðu í kjölfarið. Hver er forsagan? Atburðarásin fór af stað með því að Hermann Jónasson, forstjóri Tals, var rekinn á gamlársdag fyrir að ganga frá samningi við Símann um notkun á fjarskiptakerfi. Jó- hann Óli Guðmundsson, stjórn- armaður í Tali, var mjög ósáttur við það. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.