Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 fórum með þeim í síðustu ferðina til Marco Island haustið 1993. Þau báru sig bæði vel, en mjög var af honum dregið. Þegar við héldum heim gerðum við ráð fyrir að sjást aftur fljótlega. Þau vildu koma við í Harrisburg, höfðu búið þar í meira en áratug. Baddi varð að leggjast þar inn á sjúkrahús og lést rétt fyrir jólin. Lúlú kom heim með brotinn væng. Það sár greri aldrei og hún fjarlægðist gömlu vinina. Brynja dóttir hennar kom heim frá Ameríku og hefur sinnt móður sinni af kostgæfni. Langt er síðan Lúlú byrjaði að hjúpast alzheim- erþokunni og í raun var hún löngu horfin okkur, þegar hún andaðist. Á kveðjustund leitar hugurinn til hennar í þökk fyrir vináttu, sem entist okkur frá æskudögum. Við hjón vottum börnum hennar og systkinum samúð okkar. Haraldur J. Hamar. Enn er höggvið skarð í lítinn hóp. Leiðir þessa hóps lágu saman haust- ið 1953. Við komum 11 saman í Íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni til að vera þar einn vetur en skólinn var þá aðeins níu mánaða skóli. Við vorum blandaður hópur; frá Vestfjörðum, Norðurlandi, Suð- urlandi og úr Reykjavík. Sambúðin varð strax með ágætum og vinskap- urinn hefur haldist alla tíð. Á þess- um tímamótum minnumst við ógleymanlegra stunda við lærdóm, glens og gaman virka daga og um helgar því ekki var farið frá staðn- um nema í jólafrí og páskafrí. Margt var sér til gamans gert, við þvott í gamla þvottahúsinu við vatn- ið, á gönguferðum, í gufubaðinu, í skíðaferðinni í Jósepsdal, í sólbaði og svo mætti lengi telja. Lúlú var lengi fjarverandi af landinu og hennar saknað í fyrstu afmælisútskriftarferðunum. Eftir heimkomuna féll Lúlú strax inn í hópinn og var með í eftirminnileg- um afmælisferðum. Alltaf hefur komið fram þessi samheldni og vin- skapur sem skapaðist innan hóps- ins, sama hve langur tími hefur liðið milli móta. Af þeim tíu sem luku námi hafa þrír safnast til feðra sinna. Við viljum þakka Lúlú fyrir ógleymanlegar stundir og það var gott að þekkja svo heilsteypta manneskju sem hún var. Við sendum börnum hennar og ættingjum hugheilar samúðarkveðj- ur. F.h. skólasystkinanna frá Íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni 1954, Þórey S. Guðmundsdóttir. Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, alltaf kölluð Lúlú, var eiginkona vin- ar míns Guðjóns B. Ólafssonar, sem lést langt um aldur fram aðeins 58 ára gamall. Við Guðjón bundumst vináttu- og tryggðaböndum á vor- dögum fullorðinsáranna, þegar við vorum saman í gamla Samvinnu- skólanum í tvo vetur. Þau tryggða- bönd slitnuðu aldrei þótt löngum væri vík milli vina. Vordagar fullorðinsáranna eru í minningunni sveipaðir birtu og yl minninga um góðan félagsskap. Vegna vinskapar míns við Guðjón fékk ég á þessum árum að ganga í lið ungra manna og kvenna, sem héldu hópinn hér syðra, komin til að leita sér fjár og frama eftir útskrift frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Þessu vestfirska liði tilheyrði Lúlú, þó fyrir mér sveipuð nokkurri dul- úð, því þessa vetur var hún við nám í Íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni. Það fór hins vegar ekki dult hjá Guðjóni, hinum hjartahreina pilti frá Hnífsdal, að þá strax var Lúlú hans draumadís og því fékk aldrei neitt breytt. Þau giftu sig í júlí 1959. Lúlú var fríð sýnum, hávaxin og stælt, hafði enda stundað frjálsar íþróttir og keppt í ýmsum greinum. Eftir nám sitt í Íþróttakennaraskól- anum stundaði hún íþrótta- og leik- fimikennslu við ýmsa skóla og á fjöl- mörgum námskeiðum. 1964 fluttu þau hjón til London vegna starfs Guðjóns þar sem framkvæmdastjóri skrifstofu SÍS, starfsævi Guðjóns varð öll á vegum Samb. ísl. sam- vinnufélaga. Hingað heim komu þau aftur 1968 en fluttu á ný til útlanda 1975 og þá til Bandaríkjanna þegar Guðjón réðst til að taka við for- stjórastöðu hjá Iceland Seafood Corp. Þegar Lúlú og Guðjón fluttu til Bandaríkjanna voru börnin orðin fimm, það elsta tólf ára, það yngsta tveggja ára, heimili þeirra var því orðið býsna stórt. Ég hygg að Lúlú hafi fengið það veganesti frá Jens- ínu móður sinni að heimilið skyldi vera stolt en jafnframt griðastaður eiginmannsins. Ævistarf Lúlúar varð að vera móðir og húsfreyja, hvort tveggja grundvallarstörf. Haustið 1986 varð Guðjón forstjóri SÍS. Heimkoman olli þeim vissum vonbrigðum sem ekki er rúm til að rekja hér enda hjóm eitt hjá því sem beið í leyni. Snemma árs 1991 greindist Guðjón með útbreitt krabbamein. Ekki var lagst í vol né víl, hönd í hönd réðust þau gegn vá- gestinum. Baráttan varð löng og ströng. Bjargið, handfesta Guðjóns í þeirri baráttu, var Lúlú. Höggið mikla reið af 19. des. 1993. Lúlú var tamt að segja „minn“ þegar hún talaði um eða sagði frá Guðjóni. „Minn“ sagði þetta eða hitt, „minn“ var þar eða þarna. Öll- um mátti vera ljóst að hún var aldr- ei söm eftir að hún missti sinn, en hún bar sig eins og hetja. Í margra ára veikindum Lúlúar hefur dóttirin Brynja verið stoð hennar og stytta og í bakhöndinni hefur systirin Jó- hanna alltaf verið til staðar. Ósýnilegur þráður til fortíðar hef- ur slitnað, tónn hefur tapast, Lúlú er nú horfin bak við fortjaldið milli lífs og dauða. Við skulum treysta því að í fjöruborði hinnar ókunnu strandar þar að baki hafi Guðjón tekið á móti þeim bát sem flutti hana að landi. Við Hertha sendum börnum Lúlúar og öllum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Stefán M. Gunnarsson. bættust allmörg erindi í þágu und- irritaðs. Samstarfsfólk okkar á Borgarskrifstofunum við Pósthús- stræti veitti þessum ferðum athygli og hafði í flimtingum að ég væri kominn með „butler“, öðru nafni þjónustumeistara. Mér féll þetta miður, en Hilmar kærði sig koll- óttan. Hann komst að því, að ég var oft nokkuð illa haldinn af slitgigt, sérstaklega eftir langar setur, og bauðst af þeim sökum til að spara mér sporin. Hann varð þess einnig áskynja, að ég var endrum og sinn- um blankur, enda tími kreditkorta ekki runninn upp, og bauð mér lán á þann hátt, að mér fannst ég stundum geta þegið það. Erfiðleik- ar á árunum 1981-1984 voru mörg- um þungir, þar á meðal okkur hjón- um og Hilmar hafði næman skilning á slíkum aðstæðum. Hagdeildinni var komið fyrir í húsnæði Borgarskrifstofanna við Pósthússtræti haustið 1982 og þar kom, að Hilmar hlaut verðskuldaða stöðuhækkun og hvarf úr Hagdeild- inni til ábyrgðarmeiri starfa annars staðar á Borgarskrifstofunum. Hann hafði reynst Hagdeildinni okkar drjúgur starfskraftur, ekki síst í sambandi við árlega útgáfu Árbókar Reykjavíkur og margvís- leg verkefni tengd áætlanagerð til lengri eða skemmri tíma. Sjálfum er mér efst í huga sú velvild sem Hilmar sýndi mér alla tíð. Fyrir það er mér þakklæti efst í huga og með því hugarfari votta ég Helgu eig- inkonu hans og afkomendum þeirra samúð mína og virðingu. Eggert Jónsson, fv. borgarhagfræðingur. Eins langt og ég man eftir voru Hilmar Biering og fjölskylda hans nátengd mér. Þau hjón höfðu verið nágrannar foreldra minnar áður en ég fæddist, þegar báðar fjölskyld- urnar bjuggu í sama húsinu við Framnesveginn. Fjölskyldurnar fluttu síðan á svipuðum tíma hvor í sitt húsið á Bræðraborgarstígnum í Vesturbæ Reykjavíur; þau í nota- legt lítið timburhús sem þá stóð við Bræðraborgarstíg 32 og við tveimur húsum ofar við götuna. Samskipti þeirra hjóna og foreldra minna voru mikil, góð og náin. Ég kynntist hins vegar Hilmari best þegar hann, Helga, ég, pabbi og mamma fórum að ferðast saman bæði innanlands sem erlendis nokkrum árum síðar. Ætíð í bíl og sátum við þrjú, Helga, Hilmar og ég, í aftursætinu og var ekki hægt að eiga betri og skemmtilegri ferðafélaga. Nú fór það svo að með tímanum þrengdist í aftursætinu og skrifaðist það á reikning okkar Hilmars, sem báðir gildnuðum nokkuð. Það var hins vegar húmor okkar Hilmars að kenna ætíð Helgu um þrengslin og hlógum við þrjú oft dátt að þessu. Hilmar var einstakur fyrirmyndar- maður, hann bjó yfir urmul mann- kosta; heiðarlegur, kurteis með af- brigðum, fróður og fullur af góðri kímnigáfu. Það sem ég mat þó mest var hversu hollur vinur hann var foreldrum mínum alla tíð, bæði í meðbyr svo og þegar á móti blés. Hilmar slasaðist fyrir rúmum tveimur árum og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Eftir erfið veikindi lést hann á elliheimilinu Grund hinn 22. desember síðastliðinn, daginn fyrir áttugasta og fyrsta afmælis- dag sinn. Ég sakna Hilmars og með honum er góður maður genginn. Sendi ég Helgu konu hans, börnum þeirra og barnabörnum mínar ein- lægustu samúðarkveðjur. Guðmundur Kristinn Klemenzson. Fyrrverandi tengdafaðir minn Hilmar Biering er látinn, saddur líf- daga. Hilmari kynntist ég fyrir u.þ.b. 20 árum og með okkur tókst ágætur kunningsskapur. Þegar ég fyrst kynntist Hilmari starfaði hann hjá Reykjavíkurborg og var þar öll- um hnútum kunnugur eftir langa starfsævi. Við Hilmar vorum á önd- verðum meiði í stjórnmálum og skiptumst gjarnan á skoðunum um hin margvíslegustu dægurmál. Hann fylgdist ætíð vel með fréttum og hlustaði af umburðarlyndi á eld- móð baráttukonunnar, þótt ekkert raskaði ró hans yfir málefnum dagsins. Hann hafði lag á að halda sínum sjónarmiðum á lofti án þess að setja andmælanda sinn niður eða finna að viðhorfum hans. Málefna- leg leið hans til að halda sig við staðreyndir og benda á önnur sjón- arhorn veittu honum tækifæri til að láta umfangsmikla þekkingu sína á mönnum og málefnum í ljós. Hilmar las mikið, meðal annars dagblöðin sem hann las af áfergju dag hvern. Margoft benti hann mér á umfjöll- un og greinar sem sneru að mínum sérstöku hugðarefnum og áhuga- málum, og þegar ég fór þess á leit við hann að hafa augun opin fyrir einhverju sérstöku brást ekki að ég fékk úrklippu senda í pósti eða hún beið mín við næsta innlit. Ég á þó Hilmari sérstaklega það að þakka að ég öðlaðist smátt og smátt sjálfstraust við skriftir á ís- lensku. Þegar ég sneri til baka úr löngu framhaldsnámi erlendis og tókst á við greinaskrif á móðurmál- inu reyndist Hilmar mér vel. Með smámunasemi bókarans hnutu glögg augu hans um flest það sem betur mátti fara í útlenskuslettum textum sem ég gaukaði að honum til aflestrar. Til baka komu síður með ótal ábendingum en aldrei um- vöndunum eða ofanísetningum. „Ég hafði gaman af að lesa þetta“ var gjarnan viðkvæðið og „þú getur e.t.v. nýtt þér þessar athugasemdir á spássíunni“. Og það gerði ég óspart. Ég veit að honum þótti ekk- ert leiðinlegt að fá að taka þátt í því að koma þessum textum í ásætt- anlegt horf og sjá þá svo e.t.v. á prenti síðar. Ég þakka Hilmari þús- undfalt þetta framlag, spjallstund- irnar með syni mínum og umburð- arlyndið sem hann sýndi okkur. Ég votta Helgu, eftirlifandi eiginkonu Hilmars, mína dýpstu samúð. Lauf- krónur þeirra höfðu samofist svo þéttingsfast um leið og áratugirnir liðu í Vesturbænum. Hólmfríður Garðarsdóttir. ✝ ÓLÖF BENEDIKTSDÓTTIR menntaskólakennari, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 30. desember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Mæðra- styrksnefnd. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Anna Pálsdóttir, Björn Sigurbjörnsson, Ragnhildur Pálsdóttir, Rúnar Ingibjartsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL ÞÓRÐARSON bifvélavirki, Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem lést laugardaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13.00. Þórður Kristján Pálsson, Kolbrún A. Karlsdóttir, Birna Svala Pálsdóttir, Sigurmundur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir minn, afi okkar og bróðir, GUÐMUNDUR HELGASON bifreiðarstjóri, Meistaravöllum 5, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 3. janúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 15.00. Sólveig Bótólfsdóttir, Finn Olaf Guðmundsson, barnabörn og systkini hins látna. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur kærleik og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTÍNU GUÐRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Fellsmúla 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða. Gísli Baldur Jónsson, Kristrún B. Jónsdóttir, Magnús Sigurðsson, Romeo D. Rosario, Ágústína Guðrún Pálmarsdóttir, Einar Bergur Pálmarsson, Árni Stefán Gylfason, Romeo Ágúst Rosario, Ágústína Sara Rosario, Sverrir Florente Rosario, Lydia Guðrún, Bryndís Theresía, Kristrún Ýr og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐFINNUR KRISTJÁNSSON blómaskreytingamaður, Flókagötu 63, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 8. janúar kl. 13.00. Þórunn Ólafsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Jón Ólafur Magnússon, Anna Karen Friðfinnsdóttir, Atli Viðar Thorstensen, Fanney Sigríður Friðfinnsdóttir, Jóhann Örn Bjarnason, Jana Friðfinnsdóttir, Einar Þór Bogason, Birna Friðfinnsdóttir, Andri Már Ólafsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.